Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 33
33
frekar, meðan kenningin rikti um bókstafsinnblástur ritn-
ingarinnar. Guðinnblásnir menn rita eins um sama efni.
En þegar sú kenning hafði lifað sitt fegursta og frjáls og
djörf rannsókn liófst á ritum Biblíunnar, þá fjrrst var „syn-
optiska vandamálið“ tekið föstum tökum með fullu tilliti til
hvorstveggja, sambljóðanar guðspjallanna og mismunarins
á þeim. En aðalvandinn liefir þó verið í því fólginn að gera
sér grein fyrir samliljóðaninni. Ekkert var eðlilegra en það,
að höfundar segðu nokkuð með sínum liætli bver frá at-
burðum á æfi Jesú og orðum bans, og stundum jafnvel bæri
þeim í milli. En hvað veldur orðréttri samliljóðan að kalla
á fjölmörgum köflum? Hvernig fær bún samrýmzt því?
Fyrsta tilraunin, svo að menn viti, til þess að skýra sam-
bljóðanina, var gerð af Ágústínusi kirkjuföður (d. 430). Hann
leit á liana mjög einhliða, en þó ekki frá sjónarmiði inn-
blásturskenningarinnar gömlu. Hann bar fram þá tilgátu,
sem síðar liefir verið nefnd „stuðnings-tilgátan“. Hún er á
þá leið, að samhljóðanin stafi af því, að Markús bafi sluðzt
við elzta guðspjallið, Matteusarguðspjall, þegar hann setti
saman guðspjall sitt; liafi hann tekið upp mikið af efni
Matteusar og þrætt það, en stytt jafnframt: „Markús fylgdi
honum eins og sporgöngumaður og virðist draga saman orð
hans.“x) Siðan liafi Lúkas stuðzt með líkum liætti við guð-
spjöll beggja. Þessi skoðun var í samræmi við kenning kirkj-
unnar á þeim tímum, að guðspjöllin væru til orðin í þeirri
röð, sem þau skipa í Nýja testamentinu. En hugmyndin um það,
að Markús liafi stytt efni Matteusar, fær ekki staðizt nákvæman
samanburð guðspjallanna. Það er venjulega þveröfugt um
einstaka kafla. Frásögn Matt. er miklu stvttri en Mark. Svo
er t. d. um sögurnar um lækningu á brjálæði (Mark. 5, 1—
20 ^=Matt. 8,28—34), dóttur Jaírusar og blóðfallssjúku konuna
(Mark. 5, 21—43 ^ Matt. 9, 18—26) og mettun finnn þúsunda
(Mark. 6, 30—44 Matt. 14. 13—21). Þær eru í Mark. 325, 375
og 236 orð á fruminálinu, en í Matt. 135, 138 og 157. Að vísu
væri ekkert undarlegt við það í sjálfu sér, þótt guðspjall væri
stytt, en það væri óhugsandi með öllu, að liöf. Mark. felldi burt
t. d. bernskufrásögurnar og Fjallræðuna í Matt. og lengdi svo
mjög í staðinn fvrnefndar sögur. Hitt liefði aftur á móti verið
1) „Marcus eum (sc. Mattheum) subsecutus tanquam pedissequus et brevi-
ator ejus videtur.“ Aug. De cons. evan. I, 4.
5