Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 37
37
glögglega á það, sem erfisagnatilgátunni er áfátt, og bætir
hana jafnframt upp að því leyli, sem hún varpar birtu yfir
það, er hin lætur óskýrl. Það hefir sannazt við rannsókn-
ir fylgismanna hennar, að skriflegar heimildir hljóta að ein-
hverju að liggja guðspjöllunum til grundvallar. Samhljóðanin
er svo náin, að óhugsandi er að skýra hana á annan veg. Ýmsar
athugasemdir Eichhorns eru svo góðar og skarplegar, að þær
hafa vakið sérstaka eftirtekt nú á síðustu tímum.
Ritbrota-tilgátan.
„Ritbrota-iilgátan“ er allskyld frumguðspjahs-tilgátunni.
Hún er í aðalatriðum á þessa leið:
Mörg smárit eða rithrot — en ekki samfellt guðspjalls-
rit — liggja guðspjöllunum að haki og hafa verið tekin
upp í þau. Sjónarvottar og þjónar orðsins1) liafa skrifað
upp frásagnir um athurði í lífi Jesú og orð hans, og ýmsir
aðrir, sem lieyrt höfðu frá honum sagt, alveg eins og
stendur í upphafi Lúk. Sum þessara rithrota kunna að hafa
verið mjög stutt, t. d. ekki nema ein saga eða nokkrar setn-
ingar, sem Jesús hefir sagt, ræðukafli eða ræða. Efni þeirra
liefir verið mjög mismunandi: Likingar, dæmisögur, spak-
mæli, kraftaverkasögur, ádeiluræður og áminningar, og frá-
sagnir um písl Jesú, dauða og upprisu. Ritbrotin hafa fyrst
borizt manria á milli á Gyðingalandi, og verið þá á aramaisku,
en síðan flutzt út yfir landamærin til kristinna manna víðs-
vegar um hinn grískmenntaða heim og þá verið snúið á grisku.
Önnur smárit hafa einnig verið samin á grisku. Samslofna guð-
spjöllin eru söfn slíkra rithrota, eða réttara sagt samsteypurit,
þar sem brotin eru hrædd saman í eina heild. Samhljóðan guð-
spjallanna stafar af því, að höfundar þeirra taka upp á köfl-
um sömu ritbrotin, en mismunurinn af því, að þeir velja ekki
eins eða nota misjöfn afrit eða þýðingar.
Það er Fr. Schleiermaclier, sem fyrstur her fram þessa til-
gátu árið 1817.2)
Henni hefir lengi ekki verið nægur gaumur gefinn, því að
hún mun húa yfir miklum sannleika. Eru allar likur til, að í
1) Sbr. Lúk. 1, 2.
2) Rit sitt um þetta cfni nefndi hann: „Úber die Scliriften des Lucas.
Ein krit. Versueh".