Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 40
40
henta fijrir gnðspjöll sín. Efni, sem er saméiginlegt með Matt.
og Lúk., en vantar í Mark., cr úr ritaðri heimild, sem höf-
undarnir hafa fyrir sér og nota með líkum hsetti og Markúsar-
heimildina. Heimildarrit þetta er safn af orðum Jesú og ræð-
um, og' mun Papías biskup frá Híerapólis (i Frygíu) eiga
við það, er hann skrifar svo (á árunum 130—150): „En
Matteus setti saman „orðin" á hebresku (þ. e. aramaisku),
en hver lagði þau út eftir því sem hann var til þess fær.1*1)
Síðan hefir heimildarritið verið nefnt á vísindamáli Ta logía
(gr. Ta Xóyia, þ. e. orðin) eða I.ogía, en á þýzku einnig oft
Reden-Quelle, þ. e. ræðuheimild. Það er venjulega auðkennt
í guðfræðiritum annaðhvort með upphafsstafnum L (Logia)
eða Q (Qnelle).
Braulryðjendur þessarar kenningar studdu liana með
sterkum og ljósum rökum, og hefir hún mjög rutt sér til
rúms og' hlotið einróma fvlgi margra helztu guðfræðinga
lieimsins fram á vora daga.
Elztu hrautryðjendur hennar eru þeir háskólakennararnir
H. J. Holtzmann í Strasshurg (d. 1910), K. H. Weizsácker í
Tiibingen (d. 1899) og B. Weisz í Berlín (d. 1918).
Höfuðrit Holtzmanns um þetta efni, „Die synoptischen Evan-
gelien, ihr Ursprung und geschichtliclier Charakter“, kom út
1863. Hann telur Markúsarguðspjall nokkuð aukið (t. d.
sögunni um hundraðshöfðingjann Lúk. 7, 1—10 ^ Matt. 8,
5—13) vera frumguðspjallið; en meginið af öðru efni Sam-
stofna guðspjallanna úr Logía, sem höf. Matt. og Lúk. hafi
notað nokkuð með sínum hætti hvor. Weizsácker tekur mjög
í sama streng ári síðar með hók sinni, „Untersuchungen
uber die evangelische Geschichte", nema hann telur Mark-
úsarguðspjall stvtt, frumspjallið. Nokkrum árum siðar hyrjar
B. Weisz að leiða rök að því, að liér sé hvorki að ræða um
Mark. aukið né stytt, lieldur Mark. i núverandi mynd, en
Logía sé eldri lieimild.
Fylgismönnum tveggja heimilda kenningarinnar fjölgaði
jafnt og þétt til aldamótanna, og' var þá svo komið, að allur
þorri guðfræðinga Mótmælenda aðhylltist liana. P. Wernle
í Basel telur synoptiska vandamálið leyst í hók sinni, „Die
svnoptische Frage“, er út kom 1899. Hann lítur svo á, að höf.
Matt. og Lúk. hafi haft fyrir sér Mark., eins og það er nú, og
sama gríska Logiaritið, og kemur með sínar skýringar á
1) MazðaTos /lév ovv 'Eflgaiði ðiaUy.rco rá Xóyia ovveTágaro, t'jo/itjvevatv ó’ aixá
tóf f/v SvvaTÓs é'xaoTos- Evsebius. Hist. eccl. III, 39.