Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 42
42
Eins og tekið hefir verið fram um efnisual i Samstofna
guðspjöllunum,1) þá eru 578 af versum Mark. í Matt. og þau
dregin þar talsvert saman; 454 eru í Lúk., og veldur einkum
tvennt, að þau eru svo miklu færri, annað það, að öllum kafl-
anum Mark. 6, 45—8, 21, samtals 70 versum, er sleppt í Lúk.,
og liinsvegar hræðir liöf. Lúk. auðsjáanlega saman heimildir,
er hann segir frá pínu Jesú og dauða.
Hvort er nú sennilegra miðað við efnisvalið, að höfundar
Matt. og Lúk. liafi Mark. að heimild sinni, eða að Mark. sé að-
eins útdráttur úr öðru hvoru hinna guðspjallanna eða háðum?
Á það hefir verið f\’rr hent, hversu óskiljanlegt það væri, að
Mark. væri aðeins útdráttur úr Matt.2)
En ekki er það skiljanlegra að því er Lúk. snertir. Eða
livernig væri þá unnt að skýra það, að höfundur Mark. skyldi
sleppa bernskufrásögunum, ræðunni á sléttunni (= Fjallræð-
unni) og öllum ferðasögukaflanum í Lúk. 9, 51—18, 14 með
fegurstu dæmisögum Jesú, eins og dæmisögunni um miskunn-
sama Samverjann, hina miklu kvöldmáltíð, týnda soninn,
ríkan og fátækan og Faríseann og tollheimtumanninn? Þeirri
spurningu liefir að vísu verið svarað á þá leið, að höf. Mark.
liirði meir um að segja frá atburðum í lífi Jesú en orðum
lians. En höf. Mark. flytur þó langar ræður í guðspjalli sínu
(7. og 13. kap.) og dæmisögur (4. kap.), og hinsvegar vant-
ar í það ýmsar áhrifamiklar kraftaverkasögur, sem eru i
liinum guðspjöllunum. Það væri raunar í sjálfu sér engan
veginn ómögulegt, að liann hefði tekið sér fyrir liendur að
gera slutlan handhægan útdrátt úr þeim, öðru hvoru eða
háðum, án þess að hafa nokkuð nýtt að bjóða, svo að teljandi
væri. En þá hefði hann hlotið að taka upp meira af efni þeirra,
því er mestu máli skiftir, oq ekki verið svo miklu langorð-
astur guðspjallamannanna um annað, er minna varðaði.3)
Hitt er aftur á móti mjög eðlilegt og í samræmi við venju
þeirra tíma, að höfundar Matt. og Lúk. stytti Markúsar-
heimildina í meðförum og hræði saman við liana mikið efni.
Einnig styrkir það skoðunina, að Mark. sé aðalheimild Matt.
og' Lúk., að samhljóðan er mjög mikil á sameiginlegu efni
þeirra, en þegar höfundar Matt. og Lúk. víkja frá því, þá
fara þeir hvor um sig sínar eigin leiðir og ber stundum tals-
vert i milli, sbr. t. d. hernslcufrásögurnar.
1) Sbr. bls. 8—15 og 23—25.
2) Sbr. bls. 33.
3) Sbr. t. d. bls. 128.