Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 43
43
Enn ákveðnari ályktanir verða dregnar af efnisskipun guð-
spjallanna.1)
Höfundar Matt. og Lúk. segja nijög oft frá í sönm röð
sem höf. Mark., en þegar annar víkur frá henni, þá fglgir
hinn lienni æfinlega að heita má. Það er aðeins talin ein
undantekning frá þeirri reglu, kaflinn um sönn skyldmenni
Jesú, Mark. 3, 31—35 Lúk. 8, 19—21 Matt. 12, 46—50.
Hann er í ólíku sambandi í Mark og Lúk., og tengdur við
önnur orð í Matt. en Mark. Engu að síður er sambandið svo
líkt í Mark og Matt., að í raun og veru er mjög bæpið, að
hér sé um nokkra undantekningu að ræða. í báðum þess-
um guðspjöllum er kaflinn tengdur við varnarræðu Jesú
gegn Faríseunum, munurinn aðeins sá, að ræðan er lengri í
Matt. og fléttuð inn í Iiana krafa fræðimannanna og Farí-
seanna um tákn frá liendi Jesú. Hitt kemur aldrei fgrir, að
höfundar Matt. og Lúk. víki háðir með sama hætti frá röð
Mark. Höf. Matt. víkur nokkuð frá efnisröð Mark. í 5
fyrstu kapitulum þess (sbr. Matt. 8—13), en frá Mark.
6,14 og út guðspjallið fylgir hann henni nákvæmlega,
Höf. Lúk. þræðir enn nákvæmar efnisskipun Mark., svo að
skeikar litlu á þeim köflum, sem höf. Matt. víkur frá Mark.
Þegar höfundarnir víkja frái röð Mark., mát venjutega sjá á-
stæðuna til þess. Þannig vill höf. Matt. t. d. ekki aðeins raða
saman orðum Jesú í 5.—7. kap., heldur einnig kraftaverkum
hans í 8. og 9. kap., og sýna með þeim liætti þessa tvo megin-
þætti í starfi Jesú, sem lýst er í svari Jesú til Jóhannesar
skírara í 11, 5.
Annars kappkosta höfundarnir vfirleitt að láta röð
Mark. liaggast sem minnst, þótt þeir bæti efni inn í. Að-
ferðir þeirra eru einfaldar, en þó mjög ólíkar. Bernsku- og
æskufrásögurnar hlutu að sjálfsögðu að koma á undan Mark-
úsarefninu, freistingarsagan á eftir skírn Jesú og píslarsagan
í niðurlagi guðspjallanna. Mikill hluti hins efnisins, sem fella
þurfti inn í, var dæmisögur og ræður, er ekki verða Iieim-
færðar með vissu til ákveðins tímaskeiðs á starfsárum
Jesú.
Aðferð liöf. Matt. er sú, að láta likingu eða skvldleika
við Markúsarefnið ráða niðurröðuninni, er ytri söguleg gögn
brestur. Þannig verða fáein vers í Mark. að heilum ræðum
í Matt., er bætt er við þau nýju efni; og ræður i Mark. lengj-
1) Sbr. bls. 1G—17 og 25—2G.