Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 45
45
Nákvæmur samanburður á orðalagi guðspjallanna1) leiðir
til sömu niðurstöðu.
Sameiginlegu orðin í söma efnisköfliim guðspjallanna
þriggja eru frá 30% og upp gfir 60%, og mjög mörg eru
sameiginleg með Mark. og Matt. cða Mark. og Lúk., en
örsjaldan er sama orðalag eða setningaskipun í Lúk. og
Matt., þannig, að þeim beri ekki saman við Mark. Er
þetta einmitt það, sem vænta mátti, ef Mark. væri sam-
eiginleg heimild Mati. og Lúk. Sumt er tekið orðrétt upp í
báðum eða í öðru hvoru, en stundum segja höfundar Matt.
og Lúk. frá Markúsarefninu með sínum eigin orðum og þái
fara þeir sína leiðina lwor í orðalagi og setningaskipun —
nema á fáeinum stöðum. Þessir slaðir hafa verið rannsak-
aðir itarlega. Hverfur þá ósamræmið við Mark., er rétti griski
frumtextinn er leiddur i Ijós, eða það skýrist og skilst út frá
viðleitni höfunda Matt. og Lúk. á því, að velja venjulegri og
heppilegri orð en í Mark. og vanda grískuna á guðspjöllum
sínum.2)
Orðaforði Matteusarguðspjalls er að 51% úr Markúsarguð-
spjalli, en Lúkasarguðspjalls að 53%, og er þó Markúsar-
efnið nokkuð stytt í Matt. og mikið i Lúk. Nákvæm rann-
sókn á honum og vfirleitt á öllu orðalagi og setninga-
skipun sýnir það greinilegast, að Mark. er lagl hinum guð-
spjöllunum til grundvallar, en ekki öfugt. Bæði samhljáð-
anin og mismunurinn í orðalagi verða auðveldlega skgrð út
frá því, en ekki á annan hátt. Einkum hafa þær setningar
verið alhugaðar vandlega, þar sem mismunur kemur fram
inilli Mark. og hinna guðspjallanna — annarshvors eða
beggja, og liafa fengizt góð og gild svör við þvi, livers vegna
vikið hafi verið frá orðalagi Mark. Þannig hafa safnazt
saman í hópum líkur fyrir þvi, að Mark. væri sameiginleg
heimild hinna guðspjallanna.3)
1) Sbr. bls. 17—22 og 26—31.
2) Um l>etta má lesa nánar i Journ. of theol. Studies XXVIII, 1926, bls.
9 nn í grein eftir C. H. Turner og i The Four Gospels eftir B. H. Streeter, bls.
295—331. Streeter tekur upp l>á staði, l>ar sem finna má sömu orð i Matt.
og Lúk., en vantar í Mark. Hann gerir Ijósa grein fyrir, hvað valda muni:
Stundum hverfur mismunurinn, ]>egar fylgt er öðrum góðum lesháttum,
sem munu liafa verið algengir snemma á 3. öld. Annarsstaðar sést ástæðan
fyrir þvi, hvers vegna höfundar Matt. og Lúk. hafa skipt um orð og valið hið
sama. Loks má gera ráð fyrir þvi, að orð, sem uppliaflega hafi staðið í Mark.,
kunni að hafa fallið hurt í afritum, svo að þau finnist ekki nú i Markúsar-
handritum, en einhver þeirra geti vel verið í hliðstæðum Matt. og Lúk.
3) I>ær eru tilfærðar i J. C. Hawkins: Horæ sj'nopticæ, bls. 114—153.