Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 50
í Mark. 2, 12 segir um lama manninn, að hann „gekk út í
augsýn allra“, en í báðum hliðstæðumun: „Fór hann heim
til sín“. Þessi samhljóða munur væri að vísu mjög einkenni-
legur, ef ekki væri svo, að i uæsta versi á undan hyði Jesús
lama manninum: „Far heim til þín.“ Lá þá beinast við að
segja þannig frá lækningunni, að maðurinn gerði nákvæm-
lega það, sem Jesús sagði. Enda gátu guðspjallamennirnir
liaft Mark. að lieimildarriti, þótt þeir litu stundum upp frá
línum þess. Samkvæmt Mark. 4, 11 segir Jesús: „Yður er
gefinn leyndardómur guðsríkis,“ en i Matt. stendur: „Yður
er gefið að þekkja leyndardóma liimnaríkis,“ og í Lúk.: „Yður
er gefið að þekkja leyndardóma guðsríkis“. Eðlileg skýring á
þessu er sú, að höfundum Matt. og' Lúk. þætti liugsunin ekki
nógu ljóst orðuð, nema með því að hæta inn í orðinu „að
þekkja“, yvwvcu, og lá það orð langbeinast við. Enn er það
eftirtektarvert, að í mörgum merkum Matt. handritum stend-
ur leyndardóm fyrir leyndardóma. I Mark. 5, 27 segir ujn
blóðfallssjúlcu konuna, að hún „snart yfirhöfn lians“, en í
hinum guðspjöllunum er hælt inn í orðinu „fald“. Þó er mjög
valt að byggja ályktun á þessu, því að í vestræna textanum
af Lúk. vantar orðið „fald“.
2. Þá eru þcið ýmsar setningar og heilir kaflar í Mark., sem
þeir sleppa báðir höf. Matt. og Lúk.1) Það er talið undarlegt
og óskiljanlegt, ef Mark. er sameiginleg heimild þeirra.
Á nokkrum stöðum í Mark. eru setningar, sem lýsa því,
liversu mikill mannfjöldi liafi fvlgt Jesú (1, 33; 2, 2, 13; 3, 20;
6, 31). Engin þessara setninga er í liinum guðspjöllunum. En
i hliðstæðum köflum Matt. og Lúk. við frásögurnar, sem
setningarnar eru í, er alstaðar getið um mannfjölda. Því var
óþarft að taka þessar setningar upp, lieldur lá beint við að
stytta kaflana með því að sleppa þeim. — I Mark. er rakið
ítarlega, livað gerist hvern dag siðustu viku Jesú í Jerú-
salem.2) Svo nákvæmlega segja þeir ekki frá liöfundar
Matt. og Lúk. Þeir hafa ekki beinlínis dagatal og skýra öðru-
vísi frá í sumum atriðum. En þeir Itafa einnig haft aðrar
heimildir um seinustu starfsdaga Jesú og pínu lians og dauða,
munnlegar eða skriflegar, höf. Lúk. m. a. s. i ýmsu réttari.3)
Torskýrðara er það, að guðspjallamennirnir skuli ganga
fram hjá heilum sögum í Mark. og sleppa ýmsum orðum, sem
1) Sbr. bls. 23.
2) Sbr. bls. 16.
3) Sbr. bls. 225—226.