Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 51
51
varpa lifandi ljósi á atburðina1 2) (sbr. t. d. 1, 43: „Hastaði á
hann“, ísl. þýð.: Lagði ríkt á við hann; 4, 38: „Á koddanum";
6, 39 n: „/ grængvesið . . . í beðum“; 10, 22: „Skyggði yfir svip
hans").‘)
Eins og segir bér að framan,3) vantar 85 vers af Markúsar-
efninu í Matt. En við nánari athugun sést, að höf. Matt. hefir
ekki verið ókunnugt um efni margra þeirra og að hann
víkur að því í guðspjalli sínu. Hann hefir í öðru sambandi
orð, er svara til Mark. 4, 21—25 og 13, 33—37 (sbr. Matt.
5, 15; 10, 26; 7, 2; 13, 12 og 25, 14 nn) og hann virðist þekkja
söguna um lækningu geðveiks manns (Mark. 1, 23—28),
daufs og málhalts (Mark. 7, 32—37) og blinds (Mark. 8,
22—26). Lýsingin á kenningu Jesú, sem er aðdragandi að
lækningunni i fvrstu sögunni, er einnig orðrétt í Matt. 7, 28 n,
og í frásögn Matt. á lækningu brjálæðis í byggð Gadarena
eru taldir tveir óðir menn, sem Jesús læknar, og lirópa þeir
nákvæmlega sömu orðin sem geðveiki maðurinn i Ivaperna-
um (ú fyuv xai aoí í Mark. 1, 24, sbr. Matt. 8, 29). Höf. Malt.
segir einnig frá því, að Jesús bafi læknað mállausa, i sama
efnissamhengi og lækning daufs og málhalts er í Mark. (sbr.
Matt. 15, 30 n), og í lok síðari kraftaverkakaflans telur hann
lækningu mállauss manns (Matt. 9, 32 n). Loks eru endur-
ómar í frásögunni um lækningu blinds manns i hliðstæðu
Matt. (20, 29—34) við kraftaverkið á Bartímeusi blinda, því
að á báðum stöðum er skipt með sama sérkennilega hætti
um nafn á augunum (öcpðal/wí — ö/iuara). Málsgreininni um
það, að vinir Jesú ætluðu að taka liann vegna þess að hann
væri frávita (Mark. 3, 21), var eðlilegt, að hinir guðspjalla-
mennirnir slepptu. Ýmsar orsakir hafa og getað valdið
því, að dæmisagan um vöxt sæðisins (Mark. 4, 26—29)
var ekki tekin með. Líkingum Jesú var stundum raðað
saman tveimur og tveimur. I Mark. er þessi dæmisaga
í nánasta sambandi við dæmisöguna um mustarðskornið.
Höfundar Matt. og Lúk. hafa aðra líkingu, líkinguna um
súrdeigið, sem er enn skyldari dæmisögunni um must-
arðskornið. Annað mætti einnig telja sennilegt, að því er kem-
ur til höf. Matt. Hann Iiefir alveg á tilsvarandi stað dæmi-
söguna um illgresið meðal hveitisins, sem minnir talsvert á
dæmisöguna um sæðið, einkum niðurlag hennar. Hefir liann
1) Sjá ])ó síðar bls. 275.
2) Sbr. bls. 24—25.
3) Sbr. bls. 13.