Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 52
ef til vill ætlað henni að skipa rúm dæmisögunnar um sæðið.
Auk þess má benda á það, að hann liafi ekki hirt um að
greina fleiri en sjö dæmisögur. Vant er að sjá, livers vegna höf.
Matt. sleppir kaflanum Mark. 9, 38—40, sem Lúk. hefir. Hann
liefir orð úr honum í öðru sambandi. Ef til vill hefir hann
ætlað að koma lionum að seinna, en það þá farizt fvrir.1)
Eða hann hefir talið orðin gefa þeim hyr undir vængi, sem
þóttust vinna máttarverk í krafti Krists (shr. Matt. 7, 22).
Sagan um eyri ekkjunnar er í Mark. (12, 41—44) skeytt við
refsiræðu Jesú til fræðimannanna og Fariseanna, sem endar
þar á því, að þeir eti upp liús eklaia og munaðarleysingja.
í Matt. er ræðan miklu lengri og lýkur með dómsorðum um
Jerúsaiem. Þá er Endurkomuræðan eðlilegt áframhald, en
sagan hefði rofið samhandið. Versunum um unglinginn með
línldæðið (Mark. 14, 51 n), var eðlilegt, að sleppt væri í
píslarsögu Ivrists.
I Lúk. vantar miklu meira af efni Mark., en þar eru viða
í þess stað og i öðru sambandi náskyldir kaflar2) og líkast
því, sem höf. liafi tekið þá fram yfir Markúsarheimildina,
enda styðst hann við margar heimildir eftir formála lians
að dæma. Getur það mjög vel samrýmzt, að Mark. sé ein
aðalheimild lians og að liann fylgi sumstaðar annari frenmr,
eða öðrum. Það er í rauninni ekki nema ein stytting á Mark-
úsarheimildinni, sem veldur miklum vandkvæðum að skýra,
— að kaflanum Mark. G, 45—8, 26 skuli sleppt í Lúk. Fvrst
og fremst er kaflinn mjög langur, og' svo vantar í Lúk. nýtt
efni, er gæti samsvarað honum og væri honuni skvlt. Marg-
ar tilraunir iiafa verið gerðar til þess að leysa úr þessari
vandaspurningu. Menn liafa lialdið því fram, að kaflinn
lievrði ekki til Mark. upphaflega. En rithöfnndareinkennin
á honum eru skýr, engu óskýrari en á öðrum köflum guð-
spjallsins. Það liefir verið sagt, að liöf. Lúk. hafi haft fvrir
sér stytt eintak af Mark., sem vantað hafi í, og það rökstutt
með því, að 9. kap. Lúk. beri þess menjar. En þar er fyrst sagt
frá mettun fimm þúsnnda í Betsaída og því næst frá samtali
Jesú við lærisveina sína um það, hver hann sé, eins og það
eigi sér stað á sömu slóðum, en Sesarea Filippí ekki nefnd.3)
Enn önnur skýring er sú, að höf. Lúk., „sem hafði rannsak-
1) Streeter telur hann liafa sleppt honum af þvi, að Gnostikar voru
koinnir fram, er hann reit guðspjall sitt. Sjá The Four Gospels, bls. 171.
2) Shr. bls. 12—13.
3) Sbr. B. H. Streeter: The Four Gospels, hls. 175—178.