Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 53
53
að alt kostgæfilega frá upphafi“ (Lúk. 1, 3), liefði talið
frásögn Mark. í þessum kafla um ferðalag Jesú óskiljanlega
og gæta þar mjög tvítekninga, og því sleppt honum. Enda
eru Mark. 6, 30—7, 37 og 8, 1—26 eins og hliðstæðir frásagna-
kafiar. í livorum kaflanum um sig eru fimm frásögur:
Fyrri kaflinn: Siðari kaflinn:
1. Mettun fimm þúsunda. 1. Mettun í'jögra þúsunda.
2. Bátsferð og lending. 2. Bátsferð og lending.
3. Deila við Farísea (um handa- 3. Deila við Farísea (um tákn).
þvott).
4. Kanversk kona (brauð barn- 4. Brauð og súrdeig.
anna).
5. Jesús læknar (daufan og 5. Jesús læknar (blindan).
málhaltan).
Af þessu efni tekur iiöf. Lúk. aðeins frásöguna um mett-
un fimm þúsunda og minnist á deiluna um tákn í öðru sam-
handi (11, 29—32). Virðist það hafa vakað fyrir honum að
láta játningu Péturs laka við af sögunni um mettunina, líkt
og gert var síðar, í Jóhannesarguðspjalli. En engin þeirra
skýringa, sem bornar hafa verið fram, getur skorið úr því,
livort höf. Lúk. hefir sleppt kaflanum viljandi eða óviljandi,
eða hvað kann að hafa valdið því. Höf. Matt. tekur hann
upp að mestu, svo að liann hefir a. m. k. verið í því ein-
taki af Mark., sem hann hafði fvrir sér.
Fullnægjandi skýringar hafa ekki lieldur enn fengi/t á
því, hvers vegna höfundar Matt. og Lúk. hafa sleppt smá-
athugasemdum, sem i^rýða frásögn Mark. að vorum dómi
og styðja að því, að hægara er að sjá atburðina í anda. Má
vera, að þeim hafi fundizt það torskilið (Mark. 1, 43), livers-
dagslegt (4, 38) eða óþarft (10, 22). En kenningin um Mark.
sem aðalheimild Matt. og Lúk. getur staðið óhögguð fyrir
því, þótt hún skýri ekki út í æsar öll atriði, er um kann að
vera spurt. Það er einmitt í sjálfu sér eðlilegt, að fyrir komi
á stöku stað, að sömu orðum sé sleppt af tveimur, er taka
upp meginið af heilu riti. Og ýmsir crfiðleikar á skýring-
um geta stafað af textamun á þeim eintökum af Mark.. sem
hinir guðspjallamennirnir hafa haft fyrir sér.
3. Loks er að nefna þá mótbáru gegn þessari kenningu,
að frásögn Mark. sé oft mjög stutt í Lúk. og Matt.1) Sú mót-
bára hefir — í sambandi við þær, sem áður eru nefndar —
1) Sbr. l)ó bls. 127—129.