Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 54
54
einkum valdið því, að borin hefir verið fram tilgátan um
F rum-Markúsarguðspj all.
Frum-Markúsarg'uðspjall.
Ýmsir lielztu forvígismenn tveggja heimilda tilgátunnar
iiafa aðlivllzt kenninguna um Frum-Markúsarguðspjall. Má
þar til telja sérstaklega Holtzmann, Wizsácker og J. Weisz.
En aðalefni þessarar tilgátu á síðari árum er sem liér segir:
Höfundar Matt. og Lúk. hafa fvrir sér Markúsarguðspjall
í öðru formi en vér höfum nú. í þvi liafa ekki verið þeir
kaflar, sem vantar bæði i Matt. og Lúk. Þar liafa sumar
frásögurnar verið stvttri og líkari því, sem þær eru í Matt.
og Lúk. Þar liafa ekki verið versin um mannfjöldann, daga-
tal seinustu vikunnar á æfi Jesú, eða önnur .þau orð, sem
mestri furðu gegnir, að hvorki Matt. né Lúk. skuli liafa.
Og samliljóðan Matt. og Lúk. gegn Mark. stafar af því, að
höfundarnir fylgja háðir Frum-Markúsarguðspjalli; en það
hefir svo breytzt síðan. Þannig fellur allt í ljúfa löð og vand-
kvæðin liverfa á því að telja Markúsarguðspjall aðalheim-
ild Matt. og Lúk. Það er aðeins Markúsarguðspjall í uppliaf-
legri mynd sinni, en ekki núverandi, sem guðspjallamenn-
irnir liafa stuðzl við.
Tvenn söguleg rök eru horin fram fyrir þessari tilgátu.
Elzli vitnisburður um Markúsarguðspjall er orð Papíasar í
riti hans „Skýring orða drottins“: „Og þetta sagði öldungur-
inn.1) Markús, túlkur Péturs, ritaði með nákvæmni, en þó eigi
í röð allt það, sem hann mundi af því, er Kristur liafði sagt
eða gert. Þvi að ekki heyrði liann drottin né var í fvlgd
lians, heldur var hann fylgdarmaður Péturs síðar, e-ins og ég
sagði. Og Pétur liagaði kenning sinni eftir þörf manna, en
reyndi ekki að skipa orðum drottins fast niður, svo að ekki
gerði Markús neitt rangt með þvi að skrifa þannig sitt af
hverju eflir minni. Því að liann gætli þess eins að sleppa
engu né fara skakkt með neitt, sem liann hafði heyrt.“ Þessi
orð eru talin geta engan veginn átt við Markúsarguðspjall
eins og' það er nú, því að það sé skipulega samið rit og þarfn-
ist liöfundurinn engrar afsökunar á þvi, hvernig það sé sam-
an sett. Orðin hljóti að eiga við ósamfelldara rit, og hafi hið
1) I>. c. Jóhanncs safnaðaröldungur i Efcsus. Evs. Hist. cccl. III. 39.