Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 56
56
Frum-Markúsarguðspjall smjúgi alltaf út úr greipum þeirra,
sem ætia að festa hendur á því. En jafnvel þótt það tækist,
þá mundi ekkert fullnaðarsvar fengið við ýmsum vafaspurn-
ingum. Hvernig ætti t. d. að skilja það, að i eldri eða elztu
útgáfu guðspjallsius skyldu einmitt vanta þau orðin, sem
lýsa atburðunum allra nánast og minna mest á sjónarvott?
— Það er einnig til annað og einfaldara svar við því, hvers
vegna margar frásögur Mark. eru stvttri í Matt. og I.úk. og
sumir kaflar þess ekki teknir með. Fyrst og fremst er það
reynsla um sumar tegundir frásagna, að þær styttast all-
mikið í meðförum,1) og svo voru liöfundar Matt. og
Lúk. ekki aðeins afritarar, heldur sjálfstæðir rithöfundar,
sem að hættí allra sagnfræðinga færðu sér í nvt eldri heim-
ildir og völdu það úr þeim, er þeir töldu liafa mest gildi.
Þeir höfðu góðar og gildar ástæður til þess að stytta heini-
ildir sinar, þeir þurftu bæði að koma sem mestu efni að og
þó gæta þess jafnframt, að rit þeirra vrðu ekki of löng— ekki
stærri en einn sæmilega meðfærilegur strangi af sefpappír.
Hæfileg lengd á hókrollu var talin 25 fet, en Matt. liefir verið
30 fet (af venjulegri breidd) og Lúk. 31 eða 32, og máttu
ritin licJ.zt ekki fara fram úr því. Vera kann einnig, að i þessu
felist svarið við því, að höf. Lúk. sleppir úr kaflauum Mark.
6, 45—8, 26.
Tilgátan uni Frum-Markúsarguðspjall er þannig óþörf
með öllu.2)
Kenningin um Ræðuheimild rökstudd.
Kenningin um það, að sameiginlegt efni Matt. og Lúk. einna
sé úr sama heimildarriti, Iiæðuheimildinni, hefir verið rök-
studd með svipuðum liætti og kenningin um Markúsarheim-
ildina.
1) Sbr. bls. 128—129.
2) A siðari árum liafa visindamenn horfið meir og meir frá tilgátunni
um Frum-Markúsarguðspjall. 13. H. Streeter er ]>ar fremstur i flokki. Hann
scgir m. a.: „Ef samhljóðanin milli Matt. og Lúk. gegn Mark. verður ekki
skýrð með öðru móti en ]>ví, að höfundarnir bafi haft fyrir sér aðra út-
gáfu af Mark. en vér eigum nú, ]>á er l>að eldri útgáfan, Frum-Markúsar-
guðspjall, sem befir varðveitzt til vorra daga.“ Skorar hann á menn að hætta
að elta Frum-Markúsar hillingarnar, en bera í þess stað handritin sem bezt
saman (The Four Gospels, bls. 3i!l).