Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 58
58
er um of frábrugðin til þess í guðspjöllunum, og að því leyti
mikill munur á Ræðuheimildinni og Markúsarheimildinni.
En efnisröðunin afsannar þetta þó engan veginn né andæfir
því. Meðferð guðspjallamannanna á Markúsarheimildinni gef-
ur bendingu um það, hvernig þeir muni einnig hafa farið
með Ræðuheimildina. Iföf. Matt. raðar meir saman skyldu
efni, en höf. Lúk. þræðir efnið nákvæmar eins og það liggur
fvrir, svo sem drepið hefir verið á liér að framan.1) Þessi mis-
jafna aðferð á notkun heimilda gat hæglega valdið því, að
sama heimild liirtist í svo ólíkri efnisröð sem Ræðuheimildin
í Matt. og Lúk. Sumstaðar er einnig efnisröðin hin sama eða
mjög lík2) og uppliaf og niðurlag eins að efni til.
Orðalag er svo líkt á köflum, að það sannar, að þar liggur
skrifleg heimild fyrir en ekki munnleg.3) Likingin getur jafn-
vel orðið svo mikil, að 97% af orðunum séu hin sömu (sbr.
ræðu Jóhannesar í Lúk. 3, 7—9 ^ Matt. 3, 7—10). Er það enn
meiri líking en kemur fyrir nokkurs staðar í sameiginlegu
efni guðspjallanna þriggja. Aðrir kaflar eða vers mjög lík
eru þessi: Lúk. 3, 17 Matt. 3, 12; Lúk. 6, 37, 41 n. ^
Matt. 7, 1, 3—5; Lúk. 7, 22—28, 31—35 ^ Matt. 11, 4—11,
16—19; Lúk. 9, 57—60 ^ Matt. 8, 19—22; Lúk. 10, 2, 13—16,
21—24 ^ Matt. 9, 37 n; 10, 40; 11, 21—23; Lúk. 11, 9, 13, 19
n, 24—26, 29—32 ^ Matt. 7, 7, 11; 12, 27 n, 43—45, 38—42;
Lúk. 12, 2, 22—31, 34, 39 n, 42—46 Matt. 10, 26; 6, 25—33,
21; 24, 43—51; Lúk. 13, 20 n, 34 n ^ Matt. 13, 33; 23, 37—39;
Lúk. 16, 13 ^ Matt. 6, 24. Við nákvæman samanhurð sést
það, að sá munur, sem er á, skiptir vfirleitt engu máli. Hann
er aðeins fólginn í smávægilegum orðabreytingum, sem miða
til skýringa eða málfegrunar, og hverfur stundum, þegar upp-
runalegur texti handritanna er leiddur í ljós. Það er þannig
í öllum aðalatriðum sami iextinn á þessum versum bæði í
Lúk. og Matt., eða með öðrum orðum, sama skriflega heim-
ildin er tekin upp í þau.
Þau vers, sem þá eru eftir af sameign Matt. og Lúk. einna,
eru talsvert ólíkari.4) Og sumir skvldir kaflar í þessum guð-
spjöllum eru svo ólíkir, að vafi leikur á, hvort þeir skuli tald-
ir til sameiginlegrar heimildar þeirra (Lúk. 19, 11—27 sbr.
1) Sbr. einkum bls. 43—44.
2) Sbr. bls. 13—14.
3) Sbr. bls. 21, 28—29; 203 nn.
4) Sbr. bls. 29—30; 209 n.