Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 61
61
en fra þeim, sem ekki hefir, en frá þeim, sem eigi hefir,
mun jafnvel það, sem hann mun tekið verða jafnvel það,
hefir, tekið verða.
Mark. 4, 25: Því
að sá, sem hefir,
honum mun gefið
verða,
og sá,
sem ekki hefir, frá
honum mun tekið
verða jafnvel það,
sem hann hefir.
sem hann
Lúk. 8, 18: Því
að sá, sem hefir,
honum mun gefið
verða,
og sá,
sem eigi hefir, frá
honum mun tekið
verða jafnvel það,
sem hann ætlar sig
hafa.
hefir.
Matt. 13, 12: Því
að hver, sem hefir,
honum mun verða
gefið, og hann mun
hafa gnægð, en hver,
sem ekki hefir, frá
honum mun tekið
verða jafnvel það,
er hann hefir.
Eðlilegust skýring á þessum tvítekningum er sú, að orðin
liafi ekki aðeins staðið í Markúsarheimildinni, heldur einnig í
Ræðuheimildinni, hafa því guðspjallamennimir tekið þau upp
tvisvar, er þeir fylgdu heimildum sínum. Þó er ágreiningur
um það, Iivort Lúk. 14, 27 ^ Matt. 10, 38, Lúk. 9, 24 ^ Matt.
16, 25 og Lúk. 8, 18 ^ Matt. 13, 12 skuli teljast til Ræðuheim-
ildarinnar eða ekki. En tvítekningar eiga sér einnig stað á
orðum, sem engir efa, að teljist til sameiginlegs efnis Lúk. og
Matt. einna. Þessi koma t. d. tvisvar fvrir í Matt.: 5, 32 ^ Lúk.
16, 18 (shr. Mark. 10, 11 n ^ Matt. 19, 9) og 17, 20 ^ Lúk.
17, 6 (shr. Mark. 11, 23 ^ Matt. 21, 21); en þessi tvisvar í Lúk.
12, 9 Matt. 10, 33 (shr. Mark. 8, 38 Lúk. 9, 26) og 10, 4 n,
7, 10 n ^= Matt. 10, 10, 12, 14 (sbr. Mark. 6, 8, 10 n ^ Lúk. 9,
3—5). Það er sagt frá því tvisvar í Lúk., að Jesús sendi frá sér
lærisveina sína lil þess að prédika. í fyrra skiplið sendir hann
frá sér 12, en 70 hið síðara. Hvorttveggja sinnið flvtur hann
ræðu, en svo virðist sem það sé sama ræðan, og styðst höf. Lúk.
á fvrri staðnum við Markúsarheimildina, en á seinni staðnum
við sameiginlega heimild sína og Matt., þ. e. Ræðuheimildina.
Enn eru söguleg gögn fyrir því, að snemma hafi verið tek-
ið að safna orðum Jesú og þeim liugað æðsta úrskurðarvald.
Þannig vitnar t. d. Páll postuli i bréfum sínum til orða lians,
sem eru ekki í guðspjöllunum (1. Ivor. 11, 24 n; 1. Þess.
4, 15 nn), og í skilnaðarræðu sinni við safnaðaröldungana í
Míietus minnist hann „orða drottins Jesú, að hann sjálfur
sagði: Sælla er að gefa en þiggja“ (Post. 20, 35). í Mark.
eru þegar smásöfn af orðum Jesú (t. d. 13. kap.) og í sérefni
Matt. (t. d. 25. kap.) og Lúk. (t. d. 15—16 kap.). Enda er lík-
legt, að höf. Lúk. hafi m. a. slík rit í liuga, er hann skrifar for-