Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 62
62
málann fyrir guðspjalli sínu. Utan Nýja testamentisins eru til
smásöfn af orðum Jesú. En það sem skiptir hér mestu máli er
vitnisburður Papíasar, sem áður er nefndur.1) Hann getur um
„orðin“, „rá lóyia“, þ. e. a. s. orð drottins, sem liafi verið
sett saman. Hann á með því við safn af orðum hans. Og „orð-
in“ eru skrifuð á hebresku, þ. e. a. s. aramaisku, eins og' auð-
séð er, að Ræðuheimildin hefir verið uppiiaflega. En safnand-
inn er Matteus. Það fær ekki staðizt, að með þessum ummæl-
um sé átt við Matteusarguðspjall allt, því að guðspjallið i lieild
sinni er frumsamið á grísku, aðalheimild þess m. a. s. er grísk.
Hvað er þá eðlilegra en að draga þá ályktun, að „rá X6yia“ sé
Ræðuheimild Matt. og Lúk.? Og eimnitt af því, að „rd Xóyia“
er eftir Matteus, færist höfundarnafn lians síðar yfir á guð-
spjallið allt, þegar Markúsarheimildin og Ræðuheimildin eru
runnar þar saman. Þetta er því áreiðanlegra sem líklegt er, að
heimildarmaður Papíasar í þessu efni sé Jóhannes safnaðar-
öldungur í Efesus, sem gal naumast haft lakari aðstöðu til að
vita um ritstörf Malteusar austur þar (í Antíokkíu?) heldur
en Markúsar í Róm. Þetta rit Matteusar, hið eiginlega og upp-
liaflega Matteusarguðspjall, er nú ekki lengur til sem sérstakt
rit. Menn töldu þess ekki lengur þörf að varðveita það, er
það var fellt inn i stærri heild. Þvi var borgið þar og nafni
liöfundar þess.
Hvernig var Ræðuheimildin?
A síðustu áratugum liafa frægustu fylgismenn tveggja
heimilda kenningarinnar og jafnvel fleiri leitazt við að leiða
þetta heimildarrit aftur í ljós og prófa þannig sanngildi kenn-
ingarinnar um sérstaka Ræðulieimild.
Þar sem nú „orð“ Jesú, er Matteus hefir safnað saman, og
Ræðuheimildin eru talin eitt og sama ritið, þá liggur beint
við að spvrja, hvort í því liafi verið nokkurt sögulegt efni.
Svo er um fyrstu kaflana af sameiginlegu efni Matt. og
Lúk. einna,2) þar sem sagt er frá prédikun Jóhannesar skír-
ara og freisting Jesú, og er sögulegur þráður í milli. Starf
Jóhannesar, skirn Jesú og freisting, og upphaf prédikunar-
starfs lians hevra saman. Þeirri röð er lika haldið í guðs])jöll-
1) Sbr. bls. 40.
2) Sbr. bls. 13—14.