Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 65
65
Hún kemur nokkru síðar í Matt., en orsökin til þess er anð-
sæ. Jesús vísar til kraftaverka sinna, og liöf. vill vera búinn
að segja frá þeim áður (sbr. Matt. 8.—9. kap.). Höf. Lúk.
undirbýr svar Jesú með einu versi áður, 7, 21: „Á þeirri stundu
var liann að lækna marga af sjúkdómum og plágum og af ill-
um öndum, og mörgum blindum gaf bann sýn.“ Mun röðin
þar eins og yfirleilt annars staðar réttari í Lúk. Þvi næst taka
við fimm allstórir efniskaflar Ræðuheimildarinnar í Lúk., og
liver um sig að miklu leyti óslitinn, eins og ætlandi er liöfundi
guðspjallsins. Hann mun þar bafa látið efnisskipun Ræðu-
heimildarinnar balda sér sem mest. Þessir kaflar eru:
I. Ræður Jesú til lærisveina sinna um boðun guðsríkis. „Yei
Korazín“. Lofgerð til föðursins. 9. 57—10, 24.
II. „Faðir vor“. „Biðjið og yður mun gefast“. Ræður gegn
andstæðingum. Áminningar til fylgismanna um einbeitt starf,
djörfung og traust. 11, 2—12, 12.
III. „Verið ekki áhyggjufullir“. „Leitið fyrst guðsríkis“.
Sundurþvkki á jörðu. Tákn tímanna. 12, 22—59.
IV. Líking um súrdeig. Þröngu dyrnar inn i guðsríki.
„Jerúsalem, Jerúsalem“. 13, 20—35.
Þá taka við einstök spakmæli í næstu 4 kap. (14, 26 n;
15, 4—7; 16, 13, 16—18; 17, 3 n, 6).
V. Endurkomuræðan. 17, 23—37.
I Matt. er tilsvarandi efnisskipun og í I. kaflanum: Fylgd
við Jesú. „Uppskeran er mikil.“ Ræða Jesú, er liann sendir
postulana. „Vei Korazín“. Lofgerð til föðurins. Ennfremur
svara til II. kaflans varnarræðan og kröfur um tákn og svar
Jesú, sem koma þar næst á eftir í Ræðuheimildinni i Matt. Þá
fylgir dæmisagan um mustarðskornið og súrdeigið í Matt.
13, 31—33. Nú er það eftirtektarvert i þessu sambandi, að
höf. Matt. víkur talsvert frá röð Mark. í 13 fyrstu kap. guð-
spjallsins, og er ástæðan þá sú, að hann fellir við Ræðu-
heimildina og lætur að allmiklu lejdi röð bennar ráða. I siðari
bluta Matt. vill böf. fylgja efnisskipun Mark. og raðar því mest-
öllu efninu, sem eftir er af Ræðuheimildinni, saman í Fjallræð-
una (5.—7. kap.), ræðuna er Jesús sendir postulana (10. kap.)
og dómsræðurnar (23.--25. kap.), og hyllist bersýnilega lil að
láta liðina í ræðunum vera sjö, þar sem liann fær komið því
við (sbr. t. d. „En eg segi yður“. „Vei yður fræðimenn og
Farisear“).
Sumir þessara kafla og einstök vers eru runnin svo saman við
Mark., að beimildirnar verða ekki nákvæmlega greindar sundur.
9