Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 66
Ræðuheimildin verður ekki talin guðspjall í samskonar
merkingu og Matt., Mark. og Lúk. Til þess skortir hana sögu-
efnið um of. Hún lýsir aðallega öðrum þættinum í lífsstarfi
Jesú, en guðspjallamennirnir vildu skýra frá báðum, þvi „er
Jesús gjörði og kendi“ (shr. Post. 1, 1). Hún er einnig sam-
hengisminni en guðspjöllin, en skortir þó engan veginn allan
sögulegan þráð, eins og þorrann af söfnum ræðna og spak-
mæla. Henni svipar til ýmsra rita í Gamla testamenntinu,
eins og t. d. spádómshókar Jeremía, þar sem efnið er mest-
megnis ræður, en frásögur í milli eins og umgerð um orðin
eða aðdragandi þeirra. Skírninni og freistingunni er lýst sem
köllun Jesú til Messíasarstarfsins, á líkan liátt og sagt er frá
köllun spámannanna í uppliafi rita þeirra. Hann sendir
frá sér lærisveina sína til þess að boða komu guðsríkis og
flytur sjálfur liverja ræðuna annari fegri og áhrifameiri, unz
liann að lokum lýsir endurkomu mannssonarins með ægi-
mætti og tign. Sælir verða þá góðir þjónar, en vei ótrúum og
illum.
Gag'nrök.
Þessi kenning um eina sameiginlega Ræðuheimild Matt. og
Lúk. liefir sætt mikluni andmælum, einkum á síðustu árum.
Hafa ýms rök verið borin fram til þess að linekkja henni og
fara hin helztu þeirra hér á eftir:
1. Efnisskipunin er miklu ólíkari en ætla mætti um eina
sameiginlega lieimild, sem tekin væri upp.
2. Tvítekningarnar í guðspjöllunum benda ekki á eina Ræðu-
heimild, þegar nánar er atliugað, heldur á fleiri. 1 Matt. er
tvisvar sagt frá kröfu Faríseanna um tákn (12, 38 og 16, 1),
og er orsökin sú, að höf. liefir liaft þessi orð fyrir sér í tvenns-
konar sambandi, annarsvegar eins og þau eru í Mark. 8, 11 nn,
og liinsvegar eins og í Lúk. 11, 29 nn, og vill segja frá þeim í
hvorulveggja samlienginu. Nú skyldi þá mega ætla á sama
hátt, út frá tveggja lieimilda kenningunni, að t. d. orðin um
að týna lífinu og finna það stæðu ekki aðeins í sama sam-
handi í öllum guðspjöllunum, heldur væri einnig afstaða þeirra
í Lúk. 17, 33 eins og í Matt. 10, 39. En svo er ekki, m. ö. o.
liöfundar Lúk. og Matt. liafa ekki tekið þau upp úr sömu
heimild. Sama er að segja um orðin um undramátt trúarinn-
ar. Þau eru í sama samhandi i Matt. 21, 21 og Mark. 11, 23,