Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 67
en ekki í Matt. 17, 20 og Lúk. 17, 6. Sbr. ennfr.: Mark. 4, 21
^ Lúk. 8, 16, sömn orðin eru í Lúk. 11, 33 í öðru samhengi
en í Matt. 5, 15. Eina áslæðan fyrir guðspjallamennina til
þess að taka sömu orðin upp tvisvar var sú, að varðveita sam-
hengi þeirra í heimildunum. Af því leiðir, að ræðuheimildir
þeirra skriflegar eða munnlegar liafa verið fleiri en ein.
3. Stílseinkenni á sameiginlegu efni Matt. og Lúk. eru svo
óskvr, að ekkert verður ályktað af þeim um það, að ein og
sama heimild liggi þeim til grundvallar.
4. Allar tilraunir lil þess að finna, hvernig Ræðuheimildin
iiafi verið, hafa mistekizt fram á þennan dag. Engum fræði-
mannanna ber saman, heldur fer liver sinn veg að meira og
minna levti.
5. Vitnisburður Papiasar getur ekki talizt nein sönnun fyrir
því, að til hafi verið rit, sem hafi verið eingöngu að kalla
„orð Jesú“, orðið Xóyia var ekki aðeins notað um orð og ræður,
lieldur einnig um sögulegt efni, og í þeirri merkingu hefir
Papías það sjálfur. Sumir fræðimenn ætla meira að segja, að
Papias eigi við Matteusarguðspjall allt.1) Hefði Matteus postuli
raðað orðum .Tesú saman i rit og það orðið alkunnugt, þá
myndi það liafa varðveitzt í kristninni. Engin ástæða var til að
varpa því í glatkistuna f\TÍr því, þótt meginið af efni þess
væri tekið upp í önnur rit. Að minnsta kosti hiðu ekki þau
örlög Markúsarguðspjalls. Yfir slíku riti hlaut kirkjan að vaka.
6. Munurinn er svo mikill á sumum köflunum, að þar getur
ekki verið um sömu heimild að ræða. Sæluboðanirnar í upp-
liafi Fjallræðunnar eru átta í Matt. (5, 3 nn), en aðeins fjórar
í Lúk. (6, 20 nn) og á þeim mikill annar munur. Jafnvel „Fað-
ir vor“ er ekki eins, því að 3. og 7. hænina vantar i Lúk.
(Matt. 6, 9 nn; Lúk. 11, 2 nn). Sagan um þjón hundraðshöfð-
ingjans í Kapernaum er allfrábrugðin í guðspjöllunum, sam-
kvæmt Matt. talar liundraðshöfðinginn sjálfur við Jesú, en
samkv. Lúk. gerir liann honum orð (Matt. 8, 5—13; Lúk.
7, 1—10). Enn meiri munur er á dæmisögunni um pundin. í
Matt. segir frá manni, er fer í ferð og afhendir einum þjóni
sinum fimm talentur, öðrum tvær og liinum þriðja eina. í
Lúk. fer maðurinn til þess að taka við konungdómi og af-
hendir tíu þjónum sínum sitt pundið hverjum (Matt. 25,
14—30; Lúk. 19, 11—27). Slíkur munur verður ekki skýrður
með því, að guðspjallamennirnir fylgi sinni útgáfunni af
1) Sjá siðar, bls. 239.