Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 68
68
Ræðuheimildinni livor eða sinni þýðingunni. Hann minnkar
ekki við það, þótt fylgt sé öðrum fornum lesháttum, heldur
vex sumstaðar.
Niðurstaða.
Stenzt kenningin um Ræðuheimildina öll þessi rök?
Tvenn þeirra, liin fyrst nefndu, eru raunar ekki knýjandi.
Þannig hefir þegar verið gerð allsennileg grein fyrir mismun-
andi efnisskipun í Matt. og Lúk. frá sjónarmiði hennar, og
gengið út frá því, að röðin í Lúk. sé eðlilegri. En þeir miða yfir-
leitt við röð Matt., sem álíta, að efnisskipunin afsanni kenning-
una. Rökfærslan um, að tvítekningar á orðum Jesú í sama guð-
spjalli ldjóti að slafa af því, að höf. vilji koma þeim að í
tvennu sambandi, ætti vísast vel við, ef um nútímabókmenntir
og nútímarithöfunda væri að ræða, en guðspjallamönnun-
um gat það eitl verið ærin ástæða til að taka orðin tvisvar
upp, að þau stæðu i tveimur iieimildarritum þeirra — ekki
sízt þegar þau lutu að því, sem var kjarni fagnaðarerindisins.
Sömu spádómarnir eru jafnvel þrí eða fjórteknir í öllum Sam-
stofna guðspjöllunum, þá er Jesús seg'ir fyrir pínu sína og
dauða.1) Það er ekki vegna samhengisins við annað efni guð-
spjallanna, heldur af því, að þetta er „orðið“ — liinn mikli
hjálpræðishoðskapur.
Hin rökin eru sterk og erfitt að hrinda þeim.
Þótt það megi til sanns vegar færa, að líkur svipur sé með
sameiginlegu efnisköflunum um orðfæri og setningaskipun,
þá getur sá skyldleiki fremur stafað frá honum, sem sagði
orðin í upphafi, heldur en frá rithöfundinum, er færði þau
í letur. Aramaiskublærinn leynir sér ekki. Stilseinkennin eru
engan veginn svo glögg, að Ræðuheimildin þekkist úr á þeim.
Þetta viðurkenna einnig ýmsir af helztu talsmönnum Ræðu-
heimildarinnar. Þegar Harnack leitast við að finna, hvaða
kaflar úr sérefni Matt. og Lúk. hevri Ræðuheimildinni til, þá
þvkir honum sennilegt að vísu, að þeir séu nokkrir, en liann
treystist ekki til að ákveða neinn með vissu. Og ástæðan er
sú, að kaflar Ræðuheimildarinnar skera sig ekki úr öðru efni
guðspjallanna. Auðkennin á vtra húningi þeirra eru ekki nógu
skýr til þess. Þau kunna að hafa verið það upphaflega, en guð-
1) Sbr. Mark. 8, 31; 9, 30—32; 10, 33 nn; og hliðstæður.