Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 69
69
spjallamennirnir liafa þá dregið úr þeim, er þeir bræddu kafl-
ana við annað efni sitt.
Enn brestur því mjög á gögn til þess, að Ræðulieimildin
verði leidd í Ijós, þrátt fvrir framúrskarandi skarpskyggni og
nákvænmi sumra vísindamanna. Alla vissu vantar. Þó má
ekki heita þessum rökmn svo, sem þau ósanni kenninguna um
Ræðuheimild. Sameiginleg Ræðuheimild hefir getað legið fvrir
höfundum Matt. og Lúk., þótt hún verði ekki lengur skýrt af
mörkuð. Þess er i rauninni alls ekki að vænta. Hún verður
aldrei leidd í ljós nema þvi aðeins, að handrit af henni finn-
ist. Þetta sést bezt með samanburði við Markúsarheimildina.
Ef dregin væri ályktun um efni hennar eingöngu af Lúk.
og Matt., þá myndi það verða allfrábrugðið Markúsarguð-
spjalli. Engu að síður hefir viðleitni vísindamannanna í
þessa átt verið mjög mikilsverð. Synoptiska vandamálið
hefir skýrzt við hana og fjölmargar mikilvægar upplýsingar
fengizt.
Orð Papíasar verða ekki heldur talin sönnun f>TÍr réttmæti
kenningarinnar. Þau sýna það, sem kunnugt er einnig af öðru,
að ýmsir hafa skrifað um það, „sem Jesús gjörði og kendi“.
Rökin fyrir því, að „rá lóyia“ sé sama ritið og Ræðuheimild Matt.
og' Lúk., eru of veik til þess, að hvggt verði á þeim.
Þaö sem úrslitum ræður um þessa kenningu er það,
lwort hún kemur fyllilega he.im bæði við samhljóðan ræðu-
kaflanna og ósamhljóðan.
Eins og áður er sýnt,1) sannar nákvæm orðasamhljóðan það,
að höfundar Matt. og Lúk. taka efni upp úr sameiginlegri
ræðuheimild eða heimildum. En öll samhljóða orð þeirra og
málsgreinar hljóta engan veginn fyrir því að vera úr einni
og sömu ræðuheimild, heldur geta lieimildirnar verið fleiri
en ein. Að minnsta kosti verður að taka tillit til þess mögu-
leika, þegar þetta mál er gert upp. Þetta verður ljósara við at-
hugun á þeim stöðum, þar sem ósamhljóðan á sameiginlegu
efni Matt. og Lúk. er i meira lagi.
Fjórar sæluboðanirnar í Matt. eru sérefni höf.: Sælir eru
hógværir,2) miskunnsamir, hjartahreinir, friðflytjendur. Þær
eru samstæðar fyrir sitt leyti eins og liinar fjórar: Sælir eru
fátækir, syrgjendur, þeir, sem hungrar og ]i>Tstir, ofsóttir.
Höf. raðar hér saman skyldu efni eins og svo víða annars
1) Sbr. bls. 58.
2) Sbr. Sálm. 37, II: Hinir voluðu fá landið iil eignar.