Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 72
72
Sagan um þjón hundraðshöfðingjans1) er eðlilegri og upp-
haflegri í Malt.; einkum liggur það í augum uppi, að liundr-
aðshöfðinginn scgir sjálfur orðin: „Eg er og maður, sem
yfirvaldi er nndirgefinn, og liefi hermenn undir mér, og ég
segi við þennan: Far þú, og hann fer, og við annan kom þú,
og hann kemur, og við þjón minn: Gjör þú þctta, og liann gjörir
það“. Hann keniur persónulega á fund Jesú. í Lúk. á það
að sýna enn helur auðmýkt mannsins, að liann skuli gera
sendimenn á fund Jesú í stað þess að fara sjálfur, og jafnvel
þegar Jesús er rétt kominn að húsi hans, heldur hann ekki
til móts við liann, en sendir til hans á ný. Orðin, sem fara í
milli hans og Jesú, ern svo lík í háðum guðspjöllunum, að
þau hljóta að standa í sameiginlegri grískri heimild þeirra.
Söguleg umgerð liefir einhver fvlgt, en henni verið breytt
fyrir áhrif annarar heimildar.
í dæmisögunni um pundin,2) sem ýmsir vilja telja hér með,
er efnið að sumu mjög svipað hæði í Matt. og Lúk. Húshóndi
fer í ferð og selur þjónum sínum eignir sínar í hendnr. Þegar
hann kenmr aftnr, er getið um þrjá af þjónunum, hvernig þeir
hafi ávaxtað fé lians. Tveir Iiafa grætt, en hinn þriðji skilar
sömn upphæð, sem hann tók við. Þeir ldjóta fyrir lof og laun,
en hann last, og féð er tekið af honum og fengið þeim, sem mest
hafði grætt. Því að „sérhvcrjnm, sem liefir, mun gefið verða,
en frá þeim, sem ekki Iiefir, mun tekið verða jafnvel það, sem
hann liefir“. Mörg orð eru hin sömu, einkum þau, sem hús-
hóndinn segir. Allt þelta her vitni um, að ein og sama sagan
muni liggja til grundvallar og þá vísast í mismunandi þýð-
ingu á grísku eða mismunandi útgáfu. En það sem veldnr að-
ahnuninum á sögunni er það, að í Lúk. er fléttuð saman við
hana önnur saga um mann, sem fór í fjarlægt land til þess
að taka við konungdómi, en landar hans sendu erindreka til
að varna því, og tókn þung gjöld fyrir, er liann var orðinn
konungur. En við þessa sögu könnuðust menn vel á Gyðinga-
I.andi, því að svo fór, er Arlcelaos tók ríki í Júdeu eftir Heró-
des föður sinn. Raunar varð hann aðeins „þjóðstjóri", en
Gyðingar nefndn hann konung (Matt. 2, 22, shr. Mark. 6,
14, 22 um Heródes þjóðstjóra, bróður hans). Er það ekki
einsdæmi, að sögnr Jesú séu feldar saman (shr. Matt. 22,
1-14). Höf. Mark. liefir þekkt söguna i svipuðu formi og
1) Sbr. ])ls. 28—29.
2) Sbr. bls. 14—15.