Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 74
74
þess sé þó ekki að dvijast, a'ð vandamálinu geti verið annan
veg farið og fleiri heimildir skriflegar eða munnlegar komið
til greina.
Tveggja lieimilda tilgátan verður þá ekki röksiudd nægi-
lega nema að því, er til Markúsarheimildarinnar kemur. En
þar hefir fengizt örugg undirstaða að byggja á, sem trauðla
mun haggast. Rannsóknirnar á Ræðuheimildinni, sem af til-
gátunni hafa leitt, hafa einnig birt mikið af nýjum sannleik,
sem liætt er við að dulizt hefði enn um liríð að öðrum kosti.
Þær hafa gefið mikilsverðar bendingar um það, hvernig leita
skuli lausnar á synoptiska vandamálinu. En lausnin sjálf
er ófengin og mun aldrei fáist til fullnustu um þessar leiðir
einar. Því að fyrst og fremst er kenningin um Ræðuheimild-
ina ekki fulltrygg. I öðru lagi stvðst tveggja lieimilda til-
gátan a. m. k. ekki við beztu sögulegu fræðsluna um
þessi efni i formála Lúk. Þar stendur: „Margir hafa
tekið sér fyrir hendur að færa í sögu viðburði þá, er gjörst
hafa meðal vor“. Síðan segir höf., að hann hafi rannsakað
allt kostgæfilega frá upphafi áður en liann fór að rita. M.
ö. o. liann styðsl meira eða minna við Jæssar skriflegu heim-
ildir. En „margir eru ekki tveir“, eins og Schleiermaeher
benti á.1) f þriðja lagi skýrir tveggja heimilda tilgátan það
ekki, hvaðan sérefni Matt. og Lúk. er runnið, en það er stór
þáttur í þeim báðum.2)
Þvi skal ekki neitað, að lausn synoptiska vandamálsins
myndi auðveldari, ef tveggja heimilda tilgátan væri í alla
staði örugg hæði að því er snerti Markúsarheimildina og
Ræðuheimildina. Og þess vegna er auðskilið, hvert kapp
menn liafa lagt á að leita henni sannana. En veila hennar
er sú, að hún er einfaldari og óhrotnari en það efni, sem
fjrrir liggur til úrlausnar.
1) Einleitung, bls. 239.
2) Sbr. bls. 23.