Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 78
78
öðru óháð, og R. er svo ágæt heimild, að höf. Lúk. tekur
hana fram yfir Mark.
Hið annað, sem einkum vakti eftirtekt Streeters, var það,
að á löngum köflum virðist höf. Lúk. ekki nota Markúsar-
heimildina. Þeir kaflar voru fvrst og fremst: Lúk. 6, 20- -8,
3 og 9, 51—18, 14.1) Þar er ekkert úr Markúsarheimildinni,
nema vera kvnni einstökn vers hér og livar.2) Svipað er
um píslarsöguna eða kaflann frá innsetningu kvöldmáltíð-
arinnar 22, 14 og út guðspjallið. í píslarsögu Lúk. eru um
123 vers, sem hafa hliðstætt efni í Mark. En aðeins 27% af
orðaforða þeirra eru í Mark., eða hálfu færri orð en yfirleitt
i sameiginlegum köflum Mark. og Lúk.3 4) Víða eru orðin enn-
þái færri. Þá er viðburðaröðin í píslarsögunni á 12 stöðum
önnur í Lúk. en Mark. Og loks er sá nninur á viðaukum Matt.
og Lúk. við efni píslarsögunnar eins og hún er í Mark., að
þeir ern auðgreindir frá í Matt. en ekki í Lúk. Þar eru þeir
ofnir svo fast í annað efni, að það raknar allt sundur, séu
þeir slitnir frá. Af þessu verður það ráðið að dómi Streeters,
að píslarsagan í Lúk. muni vera úr hliðstæðri heimild við
Mark., en ekki úr Mark. sjálfu, nema orð og setningar á
stangli. Enn er ekkert úr Markúsarheimildinni í Lúk. 19, 1—
27 og mjög lítið í Lúk. 3, 1—4, 30. Allir þessir kaflar til sam-
ans eru talsverl lengri en Markúsarefnið í Lúk. í þeim er upp-
haf og endir guðspjallsins. Þeir mynda samfellt guðspjall,
sem liefst á prédikun Jóhannesar og endar á upprisufrásög-
unum. Þeir eru uppistaðan í Lúk. Þeir hafa ekki verið felldir
inn í Markúsarheimildina, heldur hún inn í þáá) Þeir hafa
upphaflega verið eitt rit. Síðan hafa 1. og 2. kap. verið settir
fyrir framan það sem inngangur og Markúsarefni verið liætt
inn i það.
Frum-Lúkasarg'uðspjall.
Af þessu tvennu, að höf. Lúk. tekur R. fram vfir Mark., og
langir kaflar í Lúk. hafa aðeins sérefni og R. inni að halda
og mvnda samfellt guðspjall, dregur nú Streeter þá ályktun,
að Lúk. Iiafi upphaflega ekki verið lengra en þessir kaflar.
1) Sbr. bls. 8 nn; 26; 214—217.
2) Streeter telur varnarræðu Jesú i Lúk. 11 úr R.
3) Sbr. bls. 45.
4) Sbr. bls. 23.