Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 79
79
R og önnur heimild, sérheimild Lúkasar (L), liafi fyrsl verið
felldar saman í guðspjaUsril — Frum-Lúkasarguðspjall.
Þessa hugmynd sína styður Streeter enn með fleiri rök-
um, og fylgismenn hans.
1) Byrjunin á Lúk. 3 er eins og bókarupphaf: „Á fimtánda
stjórnarári Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var
landstjóri í Júdeu . . . kom orð Guðs til Jóhannesar Sak-
aríassonar í óbygðinni“. Skömmu síðar fylgir ættartala
Jesú (Lúk. 3, 23 nn), og þá á mjög eðlilegum stað, þegar er
Jesús liefir verið nefndur fyrsta sinni, ef guðspjallið hefir
upphaflega byrjað á 3. kap. 2) Markúsarefnið i Lúk. er eng-
in heild, heldur þvert á móti sundurslitnir kaflar. 3) R
-f- L kaflarnir eru svo samfelldir, að þar virðist ekkert skorta
á fulla frásögn nema það, að nánar sé skýrt frá starfi Jesú
í Galíleu, náttúruundrum og dæmisögum um guðsriki. En
Mark. bætir einmitt úr þeirri vöntun, það er eins og náma,
sem steinar eru sóttir í til þess að auka við hús, sem þegar
hefir verið reist. 4) Samruni R og L skýrir það bezt, að kafl-
inn Mark. 6, 45—8, 26 skuli ekki standa í Lúk.1) 5) Samning
Lúk. verður þannig i samhljóðan við samningu Post. Iföf-
undur hvorstveggja ritsins, sem er einn og sami maður, not-
ar Frum-Lúkasarguðspjall að heimild líkt og ,,Vér-kaflana“2)
(Post. 16, 10—17; 20, 5—15; 21, 1—18; 27, 1—28, 16) svo-
nefndu í Post. Og líkingin verður enn meiri, ef Frum-Lúkas-
arguðspjall og „Vér-kaflarnir“ eru einnig eftir þennan sama
mann.
Frum-Lúkasarguðspjall hefir haft að gevma hæði ræður
Jesú og frásagnir um atburði í lífi lians og að því leyti stað-
ið miðra vega milli ræðusafns og æfisögu og minnt bæði á
R og Mark. í því liafa ekki aðeins verið kaflar þeir, sem hafa
að geyma mest allt sérefni Lúk., heldur ýmsir aðrir smærri
kaflar og vers, þar sem annað sérefni er að finna, eða ber
verulega í milli við Mark., eins og t. d. Lúk. 5, 1 -11. Hefir
Streeler reiknað saman, livaða efni lieyrði til Frum-Lúkasar-
guðspjalli, og Vincent Tavlor gefið guðspjallið út með sömu
nákvæmni eins og t. d. Harnack Ræðulieimildina.3)
Höfundur Frum-Lúkasarguðspjalls, þ. e. a. s. sá, er tók
saman L og fléttaði við R, er að dómi Streeters enginn ann-
ar en Lúkas förunaulur Páls liostula, höfundur „Vér-kafl-
1) Sbr. bls. 52—53.
2) Ferðasögukaflar, nefndir svo af þvi að höf. segir frá í 1. pers. fleirtölu.
3) Tbe First Draft of St. I.ukas Gospel. London 1927.