Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 81
81
í þeim öllum, sama álierzla er á þau lögð og sögulegri þróuu
kristninnar eins lýst, að því breyttu sem breyta ber. Þannig
er efnisröðin í þriðja guðspjallinu og Frum-Lúkasarguð-
spjalli þessi: Jesús í Galíleu; Jesús á leið frá Galíleu, um
Samaríu ... til Jerúsalem; Jesús í Jerúsalem. En i Post-
ulasögunni: Fagnaðarerindið í Jerúsalem; fagnaðarerindið
á leið frá Jerúsalem, um Samaríu ... til Rómaborgar; fagn-
aðarerindið i Rómaborg. Smekkur, bugðarefni og einkenni
liöfundar eru jafnglögg og auðsæ i Frum-Lúkasarguðspjalli
og guðspjallinu öllu, í „Vér-köflum“ Postulasögunnar og
Postulasögunni allri.
Sé þessi niðurstaða um Frum-Lúkasarguðspjall rétt, þá
er liún mjög mikilsverð. Fyrst og fremst er þá um heimild
um Jesú að ræða, sem hefir ekki minna sögulegt gildi en
Markúsarguðspjall. Og sú heimild er í ríkri samhljóðan við
þær erfisagnir, er koma fram í Jóhannesarguðspjalli. Eun-
fremur slanda rætur Frum-Lúkasarguðspjalls djúpt i þeim
jarðvegi, sem kenning Páls er vaxin úr, og er sýnt með
mörgum dæmum, livernig fátækum er boðað fagnaðarer-
indi. (Rersynduga konan. Zakkeus. Ræninginn á krossinum.
Dæmisagan um Faríseann og tollheimtumanninn).
Sérheimild Matteusarg’uðspjalls.
Fjórða heimildarrit Samstofna guðspjallanna er að skoð-
un Streeters sérheimild Matteusarguðspjalls (M). í því er
meginið af sérefni guðspjallsins.1) Aulc þess er ritið á köfl-
um runnið saman við R og Mark., þannig að óglöggt er um
skilin.
Fyrir þessari skoðun færir Streeter aðallega tvenn rök.
M dregur taum Gyðinga og er í gyðinglegum anda. Það
kemur bæði fram í þeim köflum, sem taldir eru sérefni, og
einstökum versum, er fléttuð eru innan um R eða Mark.
í ræðu Jesú, er hann sendir postulana, eru í Matt. fáein vers,
þar sem nánar ldiðstæður vantar, og' þessi sérkennilegust:
„Leggið eigi leið yðar til heiðingja og gangið eigi inn i nokk-
ura borg Samverja; en farið heldur til hinna týndu sauða af
húsi ísraels“ (Matt. 10, 5 n). Þessi orð virðast standa í nánu
sambandi við niðurlagið á fyrri kafla ræðunnar: „Þér mun-
1) Sbr. bls. 262 nn.
11