Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 82
82
uð alls eigi ljúka við borgir ísraels, áður en manns-sonurinn
kemur“ (Matt. 10, 23). Þ. e. a. s. ástæðan fyrir því, að post-
ularnir eiga hvorki að prédika fyrir heiðingjum né Sam-
verjum er sú, að tími mun ekki vinnast til að boða bæði
þeim og Gyðingum fagnaðarerindið, því verður að meta Gyð-
inga jneira. Einnig er gyðinglega stefnan innan kristninnar
varin með skírskotun til ýmsra ummæla Jesú, en Páls-
stefnan gagnrýnd, einkum afstaða hennar til lögmálsins.
Má þar fyrst til nefna orðin í Fjallræðunni, Matt. 5, 17—20,
sem lýsa sambandi kristindómsins og' skyldleika við lög-
málið. Andstæðurnar eru skýrt afmarkaðar: „Hver sem því
brýtur eitt af þessum minstu boðorðum, og kennir mönn-
um það, hann mun verða kallaður minstur í bimnaríki.
— En liver sem brcytir eftir þeim og kennir þau, bann mun
kallaður verða mikill i himnaríki“. Slík var afstaða margra
kristnaðra Gyðinga, sem áttu erfilt með að þola starfsaðferð
Páls, en töldu Jakob hinn réttláta, forstöðumann safnaðarins
í Jerúsalem, fyrirmynd kristinna manna. Hann bæði brevtti
eftir boðum lögmálsins og kenndi þau, og réttlæti lians tók
fram réttlæti fræðimannanna og Faríseanna. Enn ljósar
kemur þessi afstaða fram í Þrumuræðunni, Matt. 23, 2 n:
„Á stóli Móse sitja fræðimennirnir og Farísearnir. Alt,
sem þeir segja yður, skuluð þér því gjöra og halda“.
Samkvæmt þessum orðum ætlast Jesús til þess, að menn
breyti ekki aðeins eftir lögmálinu, heldur einnig eftir skýr-
ingum fræðimannanna og Faríseanna á því. En í Mark. 7,
13 er gagnstæðri skoðun haldið fram. Þar segir Jesús um
erfikenningu þeirra, að þeir ónýti með benni orð Guðs. A
tveimur stöðum aðeins í Samslofna guðspjöllunum kemur
orðið „söfnuður" fvrir og virðist þar hafður í liuga söfnuður
kristinna Gyðinga (Matt. 16, 18 og 18, 17). I 18, 17 segir: „En
ef bann einnig óhlýðnast söfnuðinum, þá sé liann þér eins
og lieiðingi og to)lheimtumaður“. Þannig liefðu orðin trauðla
mótazt í söfnuðum kristnaðra beiðingja.
1 sömu átt vísar það, liversu rík áherzla er á það lögð að
sýna, að spádómar Gamla testamentisins liafi rætzt í lífi og
starfi Jesú, gyðinglegum orðatiltækjum er lialdið og skýrt
frá venjum Gyðinga,1) en tilvitnanir eru teknar beint úr
liebreska textanum á Gl. t. eða úr bebresku spádómasafni
kristinna Gyðinga.2)
1) Sbr. bls. 25.
2) Ýmsir fræðimenn ætla nú, að Loj?ia Matteusar hafi verið safn af