Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 87
87
Aftur á móti eru rökin fyrir M stórum veikari. Að sönuu
koma víða fram í sérefni Matteusarguðspjalls málsgreinar,
sem virðast vera i gyðinglegum lögmálsanda og felldar í þær
skorður, sem reistar voru um gyðingdóminn til aðgreiningar
frá heiðninni; en á því geta verið fleiri skýringar en sú, að
eitt heimildarrit liggi þeim til grundvallar. Orðin geta eins átt
rót sína að rekja lil munnlegrar heimildar eða heimilda og þau
geymzt og mótazt um hríð í huga guðspjallamannsins, áður
en liann færði þau í letur. Eins liefir liann getað raðað sérefn-
inu þannig saman, að það væri með nokkrum lieildarsvip,
jafnvel þótt R væri greind frá. Þetta er m. a. s. eitthvert
gleggsta rithöfundareinkenni hans. Þá er það engan veginn
ljóst, hvorki í Fjallræðunni, Þrumuræðunni né annarsstaðar,
að R og sérheimild Matt. um sama efni liggi þannig á mis-
víxl, að livortveggja heimildin hljóti að vera skrifleg.
En þrátt fyrir þessar veilur er fjögra heimilda tilgátan mjög
mikils verð, og má telja með lienni tekið nýtt land á þessu
rannsóknarsviði. Gildi hennar er mest að því leyti, sein hún
bendir á það, hvernig orð Jesú og frásagnir um hann hafa
varðveitzt og' mótazt hjá söfnuðunum og slíkur arfur hjá aðal-
söfnuðunum i Róm, Antíokkíu, Sesareu og Jerúsalem sam-
einazt í Samstofna guðspjöllunum. Þessi skoðun á uppruna
guðspjallauna er vafalaust rétt i aðalatriðunum, þótt orkað geti
tvímælis uni þá staði, sem hver einstök heimild kunni að vera
runnin frá. Aðalstarf guðspjallamannanna var það, að beina
sameign safnaðanna í einn farveg og færa í letur. Þeir hafa
sízt talið sig guðspjallshöfunda. Kristur einn var hinn sanni
guðspjallshöfundur. Hann flutti fagnaðarboðskapinn um Guðs
ríki með kenningu sinni og starfi, lifi, dauða og upprisu. Frá-
sögnin um það allt var guðspjallið.1) Sú heilaga arfleifð geymd-
ist í sálum safnaðanna — tók eðlilegum hreytingum samkvæmt
því lögmáli, er ríkir um þróun erfisagna, og guðspjallamennirn-
ir taka hana upp í því formi, sem hún hefir verið i, er þeir rita
guðspjöll sín. Fjögra heimilda kenningin sýnir það, hvernig
.,guðspjallið“ hefir mótazt á mismunandi hátt á ýmsum stöðum
og mótuninni er mislangt komið miðað við aldur heimildanna.
Með þetta í liuga verður að hera heimildirnar enn nánar sam-
an, hvort heldur þær eru munnlegar eða skriflegar, og kanna
afstöðu þeirra hverrar til annarar í von um það, að þannig
hregði meiri og meiri hirtu yfir synoptiska vandamálið.
1) Sbr. bls. 1.