Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 88
KENNINGIN
UM MYNDUNARSÖGU GUÐSPJALLANNA
Nýtt sjónarmið.
.Tafnliliða því sem fjögra heimilda kenning Streeters kem-
nr fram og teknr að ryðja sér til rúms i Englandi, hefst á
Þýzkalandi önnur kenning, er hefir laðað fræga þýzka
guðfræðinga til fylgis við sig. Hún má sín mikils nú á dög-
um, einnig í öðrum löndum en Þýzkalandi, einkum á Eng-
landi. Hún hefir verið nefnd kenningin um myndunarsögu
guðspjallanna.
Þessi kenning er að nokkru leyti knúin fram af vonhrigðun-
um, sem rannsóknir manna á rituðum frumheimildum Sam-
stofna guðspjallanna hafa valdið þeim. Þeir liafa ekki fund-
ið það, sem þeir leituðu, hvorki Frum-Markúsarguðspall að
haki Markúsarguðspjalli né hehreskt frumguðspjall að haki
Matteusarguðspjalli. Þeir hafa séð það glöggt, að tveggja
heimilda kenningin megnaði ekld að leysa synoptiska vanda-
málið til fullnustu, né vfirleitt nein kenning, sem tekur að-
eins íillit lil skriflegra heimilda.
Aðalefni guðspjallanna, sem varðveittist áður af höfuð-
söfnuðum kristninnar og féll um farveg þeirra, var ckki ein-
göngu bókmentaarfur, heldur einnig lifandi í minni og á
tungu. Þar sem rituð gögn þrýtur, blánar af víðum vötnum
munnlegra erfisagna, og hugsunin vaknar, hvort vogandi sé
að leggja á þau til þess að kanna takmörk þeirra, strauma eða
lægi. Endurminningarnar um það, sem Jesús „gjörði og
kenndi“, eru eins og lifandi móða — flaumar lífs í farveg
komnir og mótast að föstum lögum. Er von til þess að geta
fengið nokkuð að vita um það, hvernig sögurnar um Jesú
og orð hans Iiljóðuðu, áður en þau voru færð í letur?
Hverju var það einkum að þakka, að þau urðu skrásett?
Og hvað varðveitli þau? Hvernig mótuðust þau í meðför-
unum og' urðu til þess að mynda guðspjöll? Þessa mynd-
unarsögu og mótunarsögu þarf að leitast við að rannsaka