Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 91
91
Eins og Gyðingar áttn tvennskonar erfisagnir um fræga lög-
málskennendur, annarsvegar um verk þeirra, liins vegar um
orð þeirra,1) þannig greindust minningarnar um Jesú i báð-
ar þessar áltir. Honum var lýst þannig, að liann væri „spá-
maðnr, máttugur i verki og orði fvrir Guði og ö>llum lýðn-
um“ (Lúk. 24, 19); og Lúkas telur guðspjall sitt frásögn „um
allt, sem Jesús gjörði og kenndi frá upphafi“ (Post. 1, 1).
Hvor þessara greina hefir þroskazt með sínum liætti og að
sérstökum lögum. Frásögunum verður svo að skipta í sér-
staka flokka, t. d. kraftaverkasögur og píslarsögu. Einnig
þarf að gera sér þess ljósa grein, að kenning Jesú hefir varð-
veitzt með tvennum hætti. Annarsvegar eru orð iians grevpt
inn í sögulega umgerð, innsvegar standa þau ein sér sem
likingar, dæmisögur, áminningar, spámæli og orðskviðir.
Jafnframt ber að taka fulll tillit lil þess, að minningarnar
um Jesú voru meginþátturinn i krislindómsboðun safnað-
anna. „Þjónusta orðsins“ var innifalin í því að segja þær. Þær
voru fagnaðarboðskapurinn, sem átti að vekja bjá áheyr-
endunum og glæða trúna á Jesú Krist, Guðs son. Þær voru
fluttar bæði i þágu trúboðsins og safnaðarprédikunarinnar.
Frásagnanna um Jesú mun liafa gætt meir við trúboðið,
með þeim var mynd hans haldið á lofti, svo að hún laðaði
menn til að hafna heimsku og villu og snúast til fylgis við
hann. En við safnaðarprédikunina var lögð mest áherzla á
það, að innræta þeim, er höfðu skipað sér í söfnuð Krists,
kenningu lians, þannig að hún yrði æðst regla og mælisnúra
fyrir brevtni þeirra. Allt blaut þetta að setja sinn blæ á
minningarnar. Ennfremur gerði stríðið það, sem söfnuðirnir
áttu í bæði við Gyðinga og heiðingja. Barátta forvigismanna
kristninnar við rétttrúnaðarstefnu Faríseanna og fræðimann-
anna var framhald þeirrar baráttu, sem Jesús báði við þá.
Þeir gripu því til orða bans, til sóknar og varnar. Þörfin
knúði á, að kristnir menn notuðu þennan arf sinn sem mest
og ávöxtuðu bann sem bezt. Þeim, sem skírn skyldu taka
eða skirzt höfðu, varð að miðla af honum nieira og meira.
Það var þungamiðja allrar sálgæzlu. Hann var lifsins brauð
kristnum fjölskyldum, og söfnuðum, sem komu saman í
húsum sumra þeirra.
Skilningurinn á þessu órofa sambandi milli minninganna
um Jesú og trúboðsins og safnaðarstarfsins verpur þannig
1) Sbr. bls. 57.