Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 92
yfir þær nýju ljósi. Þær eru geislabaugur um mynd Krists.
Og bak við alla fjölbreytnina í myndun þeirra, mótun og
stíl má finna einingu: Þróttmikið, kristið trúarlif.
Upphaf kenning'arinnar.
Höfuðrit Martins Dibeliusar.
Af því, sem segir bér að framan (bls. 41) um Wrede, J.
Weisz, Wellliausen og Harnack, má ráða það, að þeir hafi
undirbúið jarðveginn undir kenninguna um myndunarsögu
guðspjallanna. En sá, sem fyrstur verður lil þess óbeinlínis að
hrinda lienni af stað, er Hermann Gunkel, siðast prófessor í
Halle (d. 1932). Að sönnu voru Gamla testamentisfræði
visindagrein lians, en rannsóknum hans á því sviði var svo
farið, að hann vakli mönnum þá hugmynd, að samskonar
aðferð skyldi einnig beita við guðspjöll Nýja testamentis-
ins. Hann flokkaði bókmenntir Gvðinga, einkum Sáhnana,
eftir tegundum jieirra og rannsakaði myndun og mótun
Iiverrar tegundar um sig. Hann taldi hverja grein ])eirra
eiga rót sína í lífinu („Sitz im Leben“) og bélt þvi fram, að
bókmenntir á frumlegum tímabilum stæðu ekki nálega einar
sér á pappírnum eins og bókmenntir vorra tíma, heldur hefðu
vissir atburðir í lifinu sjálfu valdið því, að þær tóku á sig
búning orðsinsd) Það er þörfin í félagslífinu, sem þá ræður
stílnum, en ekki fagurfræðilegur smekkur né geðþótti. At-
burðina verður að segja, bitt varðar minnu, hvernig þeir eru
sagðir. Eftir þess háttar lögum þróast og mótast söguefni guð-
spjallanna í hugum manna og á tungu, unz það er fært í
letur.1 2)
Martin Dibelius, háskólakennari í Heidelberg, gerist braut-
ryðjandi á þessu sviði. Árið 1919 kemur út eftir liann höfuð-
1) Theol. Rundschau 1017.
2) Til skýringar og liliðsjónar rannsókninni á myndunarsögu guðspjall-
anna mætti nefna það til dæmis, að fslendingasögurnar væru raktar sund-
ur og brotnar til mergjar i því markmiði að reyna að finna, hvernig fyrst
hefði verið sagt frá atl)urðunum hverjum um sig og sú frásögn mótazt hjá
kvnslóðunum, unz sögurnar voru skráðar. Myndi ]>á eflaust margt merki-
legt koma í ljós, ef söguakurinn væri plægður þannig. En rannsóknin á
myndunarsögu guðspjallanna er ])ó ekki eins erfið, bæði að því leyti, að
margfalt skemmra er um liðið frá ])ví er guðspjallasagan gerist og þangað
til hún er rituð, og minni áherzla er þar lögð á listfengi i stil en i íslend-
ingasögunum.