Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 94
94
Engin viðleitni er á því að lýsa persónunum, sem nefndar
eru, né kringumstæðunum, heldur lýkur sögunni iafnskjótt
sem Jesús liefir talað orðin. Þannig má skoða sögnrnar eins
og standa á mörkunum milli þess að vera beinar sögur um
Jesú, eða kenning lians. Hún er sett þar fram í söguformi.
í öðrum alveg samskonar sögum eru verk Jesú þungamiðjan.
Ýmsar elztu frásagnirnar um orð hans og verk liafa mótazt
í þessu formi. Þær eru dæmi, sögð til þess að varpa skýru ljósi
yfir persónu Jesú og starf, rökstyðja prédikunina um hann og
gefa henni líf og kraft. Slíkar smásögur, eða „dæmi“ (Para-
digma) eru um 15 alls, m. a. þessar: Lækning lama manns,
Mark. 2, 1 nn. Um föstuhald, Mark. 2, 18—22. Manns-sonur-
inn er lierra hvíldardagsins, Mark. 2, 23 nn. Visin hönd
læknuð á hvíldardegi, Mark. 3, 1 nn. Sönn skyldmenni Jesú,
Mark. 3, 31 nn. Jesús hlessar börnin, Mark. 10, 13 nn. Skatt-
peningurinn, Mark. 12, 13 nn.
Við lestur þessara stuttu sagna verða auðsæ sérkenni þeirra.
Þær geta staðið einar út af fyrir sig, óháðar með öllu, öðru efni
guðspjallanna. Heildarsvipurinn sést bezt, þegar litið er á
niðurlag þeirra. Orð Jesú eða verk eru hámarkið, sem að er
stefnt, eða þeiin lýkur með fagnaðarlofgerð mannfjöldans.
Uppliafið stendur víða ekki heldur í neinu sambandi við það,
sem á undan er komið. Allt er einfalt og óbrotið svo sem mest
má verða, aldrei neinar málalengingar. Það eitt er sagt, sem
nauðsynlegt er til þess, að orð Jesú eða verk skiljist, engar
persónulegar upplýsingar um þá, er verða á vegi hans, þeir sjást
aðeins í þeirri birtu, sem á þá fellur frá honum. Að visu er
lýst átakanlega ástandi sjúkra manna, en það er gert til þess
eins, að lækning þeirra verði sem undursamlegust og áhrifa-
mest. Stíllinn er „uppbyggilegur" og með miklum guð-
ræknishlæ.
„Dæmin“ eru sett fram í þeim búningi, sem vænta mátti
af boðberum fagnaðarerindisins á þeim tímum, er þráin
var sterkust eflir endurkomu frelsarans. Það skiptir ekki
máli að vita neitt annað en Krist og hann krossfestan og
upprisinn.
2. Skyldar „dæmunum“ að efni, en ólikar að framsetningu,
eru att-langar sögur (Novellen) um Jesú. Þær eru orðmargar
og gefa nákvæmar lýsingar, t. d. á sjúklingum þeim, er Jesús
læknar, og á kringumstæðunum. Orða lians gætir of lítið hjá
öllu hinu efninu til þess, að þau verði beinlínis þungamiðja
frásagnarinnar. Þeim er ekki ætlað eins og dæmunum að