Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 95
95
styðja prédikunina um Jesú, heldur liafa þær verið sagðar
einar sér af frásagnarlist og frásagnargleði. Þær eru eitt-
livað yngri en „dæmin“ og hafa visast sumar myndazt úr
þeim og mótazt í það form, sem nú hafa þær. Flestar þeirra
eru einnig, eins og þau, í Mark.: Jesús læknar líkþráan mann,
1, 40 nn. Jesús í storminum, 4, 35 nn. Læknað hrjálæði, 5,
1—20. Dóttir Jaírusar og hlóðfallssjúka konan, 5, 21—43.
Mettun fimm þúsunda, 6, 35—44. Gangan á vatninu, 6, 45 nn.
Jesús læknar daufan og málhaltan, 7, 32 nn. Lækning hlinds
manns i Betsaída, 8, 22 nn. Læknaður flogaveikur piltur,
9, 14—29.
Hver um sig af þessum sögum er sjálfstæð lieild eins og
„dæmin“, nema hvað tvær eru fléttaðar saman með einkenni-
legum liætti í Mark. 5, 21—43 og nokkrum skipað í einn kafla,
Mark. 4, 35—5,43. Stillinn minnir sumstaðar á stíl G. t., þar
sem sagt er frá í hliðstæðum setningum, en hann er ekki jafn
„uppbyggilegur“ eins og á „dæmunum". Það sést hezt á niður-
laginu. Líkþráa manninum er boðið að færa fórn fyrir hreins-
un sína, dóllur Jaírusar á að gefa að eta, þeir sem hrauðanna
neyttu eru taldir fimm þúsund karhnenn. Allar sögurnar eru
kraftaverkasögur, þar sem megináherzlan hvílir á þvi, að
kraflaverkin hafi gerzt í raun og veru. Undrið verður, er Jesús
mælir máttarorðum, tekur á hinum sjúka, eða hefir jafnframt
munnvatn sitt fyrir læknismeðal.
Vera má, að sumar af sögum þessum hafi mjög snemma
verið færðar i letur. Að minnsta kosti eru þær með miklu
meira bókmenntasniði en „dæmin“.
3. Enn eru guðrækilegar sögur um Jesú með sérstökum hlæ,
þannig að þær má nefna helgisögur. Þeim svipar að efni, formi
og stíl lil ýmsra annara helgisagna í hókmenntum heimsins,
þar sem sagt er frá atburðum úr lífi helgra manna. .Tesús er
sjálfur höfuðpersónan í ýmsum þeirra, en þó ekki öllum.
Því að sumar þeirra snúast ekki síður um fólk, sem varð á
vegi Jesú eða fylgdi lionum. Sennilegt er, að helgisögurnar
hafi að einhverju leyti mótazt úr „dæmunum“. Þeirra gætir
minnst í Mark., en mest í Lúk.
I Mark. má nefna: Undirhúning innreiðarinnar, 11, 1—7
Lúk. 19, 28 nn Matt. 21, 1 nn, og kvöldmáltíðarinnar, 14, 12—
16 Lúk. 22, 7 nn Matt. 26, 17 nn. í Lúk. eru þessar helztar:
Forsagan um fæðingu Jóhannesar skírara og Jesú, og .Tesú 12
ára í musterinu, 1—2. Jesús í Nazaret, 4, 16—30. Fiskidráttur
og köllun Péturs, 5, 1—11. Bersynduga konan, 7, 36—50.