Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 96
96
Marta og Maria, 10, 38—42. Þakkláti Samverjinn, 17, 11—19.
Zakkeus, 19, 1—10. En í Matt.: Sagan um fæðingu Jesú og
bernsku 1—2. Helgisögur um Pétur, einkum 14, 28—33.
Sumar þessar helgisögur standa i óbeinu sambandi við
prédikunina um Jesú. Þannig má gera ráð fj'rir, að sögurnar
um bersyndugu konuna og Zakkeus bafi verið teknar sem
dæmi um syndafyrirgefningu, eða sagan um Mörtu og Maríu
tii þess að rista mönnum í hjarta boðskapinn: Eitt er nauð-
synlegt. En þær eru ekki sagðar uppbaflega í þessu formi í
þeirn tilgangi. Þær skera sig greinilega úr frá „dæmunum"
að því leyti sem í þeim er einnig lögð áherzla á aukaatriði
og aukapersónur. Þar er leitazt við að lýsa ýmsum þeim
mönnum, sem koma við líf og slarf Jesú. Heilög birta er
yfirleitt látin falla vfir menn og viðfangsefni þeirra. Mörgu
er lýst, svo að athyglin lilýtur að beinast að fleiru en einu.
4. Píslarsaga Jesú er með ýmsum þeim einkennum, og við
liana á bezt skilgreining Miðaldanna á helgisögum: Þær
eru sögur um líf og dauða lieilagra manna, sem lesa skal upp
á hátíð þeirra. En hún er frábrugðin öðrum helgisögum guð-
spjallanna að því, að hún er löng samfelld frásaga. Hún
byrjar á banaráðum æðslu prestanna og fræðimannanna og
endar á komu kvennanna að gröf .Jesú opinni og auðri.
Hém hlaut að verða meginþátturinn í prédikuninni um Krist.
Hún var í öllum sínum cinfaldleik áhrifamesti boðskapurinn
um hann krossfestan og upprisinn. Hún hafði að geyma
dýpstu rök trúarinnar á liann og föðurinn, sem sendi liann.
IJver sá, sem skildi það við skin páskasólarinnar, að smánar-
leg aftaka Krists var sigur, liann var krislinn maður. Hann
sá einnig í anda framundan í því ljósi upprisu dauðra og
undursamlega atburði síðustu tíma. Píslarsaga .Tesú var upp-
haf að öllu þessu.
Eflaust hafa einstakir þætlir liennar verið sagðir oft einir
sér, eins og t. d. innselning kvöldmáltíðarinnar, sbr. 1. Kor.
11, 23 nn, og afneitun Péturs. En í guðspjöllunum eru þeir
ofnir fast inn i heildina. Og sú lieild er þegar orðin lil áður
en Mark. er fært í letur. Það sést þar á inngangi hennar,
14, 1 n, 10 n. Hann er engan veginn sjálfstæður kafli, heldur
aðeins undanfari þess, sem á eftir kemur, og liann er ekki
saminn af liöfundi guðspjallsins, því að hann er i ósamræmi
við frásögn lians um dánardag Jesú. Öldungaráðsmennirnir
leggja áherzlu á það, að Jesús verði ekki ráðinn af dögum á
hátíðinni, eins og líka lókst samkvæmt Jóhannesarguðspjalli,