Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 97
97
en Mark. telur liann líftátinn á hátíðinni. Hvenær fjTrst liefir
verið tekið að færa píslarsöguna í letur, er ekki auðið að segja.
En mjög snemma mun farið að segja frá lienni í heilu lagi
og líður þannig að því, að hún verði rituð. Hvötin til þess
var jafnskjótt vakin sem fylgjendur Ivrists sáu, að kvöl lians
og' krossdauði var að vilja föðurins á himnum, „að Kristur
dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, og liann var
grafinn, og að liann er upprisinn á þriðja degi samkvæmt
ritningunum“ (1. Kor. 15, 3 n). Píslarferilinn þm-fti að rekja
lið fyrir lið og virða hann fvrir sér i ljósi ýmsra orða Gamla
testam., eins og' Sálm. 22; 31; 69 og Jes. 53. Píslarsagan skyldi
vera hin mikla Iijálpræðisiirédikun, sem sannfærði menn um
það, að Kristur átti að líða þetta og ganga inn í dýrð sína
(Lúk. 24, 26).
Guðspjallamennirnir taka því allir upp í guðspjöll sín
píslarsöguna ritaða, en fara með hana nokkuð á sinn háttinn
liver.
Mótun þessara fjögra aðalflokka, sem frásögurnar um
Jesú greinast í, sést ekki aðeins af samanhui’ði guðspjallanna,
heldur einnig með þvi að virða fyrir sér hliðstæðar hók-
menntir.
Slíkar liliðstæður er að finna að þremur fyrstu flokk-
unum, „dæmunum“, sögunum og helgisögunum. Koma þar
fyrst og fremst til greina rit lærifeðra Ggðinga. í þeim eru
ógrynni af orðskviðum og smásögum um fræga rahhía, sem
eiga að leiða lesendur til dýpra skilnings á lögmálinu, krafla-
verkasögur og sögur, sem lýsa veldi Guðs og tign. Þá geyma
gríslcar bókmenntir mörg spakieg tilsvör og lieilræði af-
burðamanna, einkum heimspekinga, sögur um þá lengri eða
skenimri, kraftaverkasögur og helgisagnir alls konar, sem
sagðar hafa verið í sambandi við guðsdýrkunina. Loks eru
stórmerkar liliðstæður söfn af orðum einsetumanna frá 4.
og' 5. öld og sögum um þá, svonefnd Apophthegmata Patrum.1)
Kenning Jesú hirtist ekki nema að tiltölulega litlu leyti i
„dæmunum”. Auk þeirra standa nokkrir ræðukaflar í Mark.,
og mest allt sameiginlegt efni Matt. og Lúk. einna er ræður.
Svarar það til þeirrar staðreyndar i frumkristninni, að brýn
nauðsyn hvatti hana skjólt til þess að safna orðum Jesú. Höf.
Mark. hefir þekkt slík söfn (shr. t. d. 3, 23; 4, 2; 6, 34; 12, 38),
þótt hann gangi nokkuð fram lijá þeim og láti sér nægja að
1) Wilhelm Bousset: Apoplithegmata. Tiihingen 1923.
13