Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 99
99
samningu Matt. og Lúk. fara þæv að falla saman. Og Jóhann-
esarguðspjall sýnir, hvernig þær eru orðnar að einu fljóti.
Þessi er aðalkjarninn í kenningu Dibeliusar.
Samherjar Dibeliusar.
Sama árið sem höfuðrit Dibeliusar kemur út, birtist annað
rit um myndunarsögu guðspjallanna. Höfundur þess er þá
mjög ungur háskólakennari i Berlin, Karl Ludwig Schmidt
að nafni. Hann nefnir bók sína: Der Rahmen der Geschichte
Jesu. Hann tekur í sama streng og Dibelius og telur það aðal-
hlutverk myndunarsöguvisindanna að rannsaka, hvernig munn-
legu erfisagnirnar hafi mótazt.
Hann lítur svo á, að í fyrstu liafi ekki neinir ritböfandar
verið að verki, heldur séu þá aðeins settar fram af ýmsum
einstakar frásagnir um Jesú, orð bans og verk. Hann rann-
sakar allar tímaákvarðanir í guðspjöllunum, svo sem „á
þeim dögum“, „eftir að“, „á þeim degi“, „um þessar mundir“
o. s. frv. og kemst að þeirri niðurstöðu, að atburðunum sé
engan veginn skipað með þessum orðum í ákveðna tímaröð,
beldur séu orðin ekki annað en lilekkir, er tengi einstakar
frásagnir saman í lieild. Um raunverulegt tímatal sé aðeins
að ræða í píslarsögunni. Staðarákvarðanir hyggur hann
standa mjög óglöggt fyrir guðspjallamönnunum, enda séu
þær ekki seltar af þeim sjálfum, heldur heyri til frásögun-
um eins og þær voru sagðar í upphafi. Frá bvorutveggja
þessu sjónarmiði bresli því tilfinnanlega á sögulega umgerð
um guðspjöllin, og sé það eðlilegt, þar sem farið hafi verið
með frásagnirnar við guðsþjónusturnar og orð Jesú eða al-
burðirnir varðað öllu, en hvorki staður né stund.
Við nákvæma rannsókn kemur í ljós, hvaða efni heyrir
erfisögnunum til, og livað rimnið er frá þeim, sem setja þess-
ar bókmenntir saman. Erfisagnirnar sjálfar lialdast í föstu
formi, bæði nmnnlegar og skriflegar, og með ákveðnum stíl,
en rithöfundaeinkenni guðspjallamannanna segja skýrt til
sín. Markús verður fyrstur til þess að setja saman sögu Jesú.
Hann raðar einstökum frásögum eftir efnisskyldleika, sem
dylst þó stundum, af því að sumar þeirra standa i órofa-
samhandi við trúvörn og trúboð frumkristninnar. Lúkas
starfar með líkum Iiætti, en semur þó miklu meira sjálfur.
Hann gerir sér einkum far um að segja frá í réttri tímaröð,