Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 100
100
svo að guðspjallið líkist æfisögu. En við það hefir dregið úr
heildaráhrifum einstakra frásagna. Þessvegna valdi kristnin
sér einkum Matt. til upplestrar við guðsþjónustur sínar. í
því er raðað enn betur eftir efni en i Mark. og sumstaðar
sleppt umgerðinni, þar sem hennar er engin þörf. Um allan
þorrann af sögunum um Jesú verður hvorki sagt, livar þær
gerast né hvenær á starfstíma hans, þótt noklcuð verði stund-
um ráðið af innri rökum. Þær mynda hvergi nærri samfellda
æfisögu Jesú. Tímaröð vantar ncma fvrst og síðast. Sam-
stofna guðspjöllin eru aðeins safn af einstökum sögum um
Jesú, orðum hans og ræðum, felldum saman í eina heild.
1 annari ritgerð1) tekur K. L. Schmidt miklu fleiri hók-
menntir en Dibelius til samanburðar við guðspjöllin og fær
við það varpað fyllra Ijósi yfir mvndunarsögu þeirra.
Tveimur árum eftir það er þessi höfuðrit Dibeliusar og K.
L. Schmidts komu út, Ijættust við tvö ný um myndunarsögu
guðspjallanna: Die Geschichte der synoptischen Tradition
eftir R. Buttmann, háskólakennara í Marburg, og Die synop-
tischen Streitgesprache eftir Martin Alhertz, þýzkan prest og
prestakennara. Bæði eru þau óháð fvrri ritunum og hvort
öðru. En því eftirtektarverðara er það, live mikinn skyld-
leika má finna í hugsunum allra þessara vísindamanna.
Bultmann liðar sundur aJ.lt efni guðspjallanna og gerir
mjög nákvæman samanhurð á hverju um sig innbyrðis og við
aðrar bókmenntir, t. d. hellenskar sagnir, austurlenzkar al-
þýðubækur og Jataka, lielgiritasafn Búddhatrúarmanna.
Þann veg hyggst hann að greina það sundur, sem upphaflegt
er, og við hefir hætzt, rekja mótun orða Jesú í hugum safn-
aðanna og leiða i ljós upphaflegan kjarna þeirra. Hann fær-
ist það í fang að sýna þróun erfikenningarinnar frá upphafi
og þar til er hún er færð í letur i elztu heimildarritunum,
Mark. og Logía. Því næst rekur hann breytingarnar áfram
til Matt. og Lúk. og stundum jafnvel til apokrýfra guðspjalla.
Hann telur þróunina fara fram eftir ákveðnum lögum og
leitast við að finna þau við athugun á mörgum hliðstæðum
guðspjallanna. Frásagnirnar færast yfirleitt eftir því sem
stundir líða í það horf, að verða nákvæmari og nákvæmari.
Persónur verða nafngreindar og staðirnir, þar sem at-
hurðirnir gerðust. Eitthvert gleggsta dæmi þess er frásögn
1) Die Stellung der Evangelien in der allgemeinen Literaturgeschichte.
EYXAPI—THPION, II. 1923.