Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 101
101
Mark. um það, að einn lærisveinn Jesú liafi sniðið evra af
þjóni æðsta prestsins; Lúk. gelur þess, að það hafi verið hægra
eyrað, og Jóh., að Pétur hafi höggvið, en þjónninn lieitið
Malkus (Jóh. 18, 10). í apokrýfu guðspjöllunum er miklu
nánar greint frá ýmsu en í Nýja testam., lnmdraðshöfðinginn
við kross Krists er t. d. nefndur Petróníus, liermennirnir, sem
skipta klæðum hans, allir nafngreindir, fjallið þar sem hans
var freistað er Tahorfjall o. s. frv. Engin skýr takmörlc eru
i milli munnlegra og skriflegra erfisagna né neinn megins-
munur á þeim. Niðurstöður Bultmanns eru all-neikvæðar.
Myndun sumra frásagnanna um Jesú er að sönnu sprotlin
af raunverulegum atburðum, en miklu meira af guðspjöllun-
um er að dómi hans hugarsmíð kristinna safnaða og' hún runn-
in frá trúfræðinni og trúvörninni. Sumstaðar er gj'ðinglegt
efni lagl Jesú í munn (t. d. Endurkomuræðan í Mark. 18, 5
—27), og ýmsar kraftaverkasögurnar um liann eru þannig' til
orðnar, að hliðslæðar kraftaverkasögur um fræga lærifeður
Gyðinga liafa flutzt yfir á liann.1 2) Fleiri slíkar sögur eru þó
ættaðar úr grískum jarðvegi,-) enda gætir lítt á þessu sviði
áhrifa Gamla testamentisins.
Flokkun Bultmanns á efni guðspjallanna er lík og hjá
, Dibeliusi, þótt annað nafn sé haft um „dæmin“ (Apoph-
thegma) og þeim ræðum skipað sér, er Jesús svarar and-
stæðingum sínum og deilir á þá. En ræðurnar hugsar Bult-
mann sér orðnar til við samtöl safnaðarfólksins, flestar,
eða allar nema orðin um skattpeninginn. Orðum Jesú,
sem tilfærð eru án alis sögulegs samhengis, skiptir liann
í þrennt eftir efni þeirra: 1. Spekimál meistarans. 2. Spá-
dóms orð og opinberunar. 3. Boðorð og safnaðarfyrirmæli.
Og livern þessara þátta rekur liann svo sundur í hlá-
þræði og slítur nánasta efnissambandi livert sinn sem hon-
um býður svo við að horfa. En við þelta getur stundum
unnizt það, að viðaukar við orð Jesú koma skýrt fram. T. d.
stendur í Mark. 9, 43—47 þreföld aminning um að varast
hneykslanir: „Ef hönd þin lmeykslar þig ... Ef fótur þinn
hneykslar þig ... Ef auga þitt hneykslar þig“. En í Matt ö,
29 n segir aðeins: „Ef liægra auga þitt hneykslar þig . . . Ef
liægri hönd þín lmeykslar þig“. Það er því líklegt, að orðin:
„Ef fótur þinn hneykslar þig ...“ séu viðbót við það, sem
1) Sbr. P. Fiebig: Jiidische Wundergechichten des neutestamentlichen
Zeitalters. 1911.
2) Sbr. 0. Weinrcich: Antike Heilungswunder. 1909.