Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 102
102
Jesús hefir upphaflega sagt. Mönnum hefir þótt þrítekningin
hátíðiegri en tvítekningin. Þau orð, sem með mestri vissu
megi eigna Jesú, lúti aðallega að endurkomu lians og lieims-
slitum.
Þegar Bultmann liefir sundurliðað efni guðspjallanna og
skýrt nákvæmlega livað um sig', lýsir liann því, livernig því
er raðað saman, skrifaðar heimildir koma fram og mynda
Samstofna guðspjöllin. Ýms orð Jesú, sem livorki eru bundin
við stað né stund né sögu, eru tengd saman með smáorðun-
um „og“ eða „því að“ (shr. t. d. Mark. 9, 43—50). F.ða þau
eru flokkuð eftir skyldleika á efni og formi (sbr. t. d. Lúk. 6,
27—42; 11, 1—13; Mark. 4, 1—32). Eða einstök orð eru látin
tengja saman málsgreinar og kafla (shr. t. d. Mark. 9, 37 nn;
Lúk. 11, 34 nn). Þannig hafa orðið til smærri og stærri söfn af
orðum Jesú og nokkur þeirra verið felld saman i Logia. Því
næst eru orðin greypt inn i frásögurnar úr lífi Jesú. Ræð-
ur og sögur sameinast. Hvenær sú sameining eigi sér fyrst
stað, telur Bultmann mikið vafamál, livort lieldur við munn-
lega frásögn, þegar tekið var að færa erfikenninguna i
letur, eða við guðspjallaritunina. Eins verði ekki sagt um
það með vissu, livort orð, sem binda saman kafla, séu frá
guðspjallamönnunum sjálfum eða eldri. Þeir hafi liver sína
aðferð, er þeir setja guðspjöllin saman. Aðalmarkmið lwf.
Mark. sé það, að sameina hellensku prédikunina um Krist,
eins og Páll posluli flutti hana (sbr. einkum Fil. 2, 6nn; Róm.
3, 24), erfikenningunni um æfi Jesú. Höf. Matt. fijlli eyður,
sem verða milli kafla í Mark., svo að rit hans virðist óslitin
heild, samfelld lærdómshók í kristnum fræðum. En höf. Lúk.
skipi efni heimilda sinna þannig, að athurðirnir virðist gcr-
ast í þeirri röð, sem frá þeim er sagt.
Þessu efni í Samstofna guðspjöllunum er að ætlun Bult-
manns fyrst tekið að safna í frumsöfnuðinum i Palestínu.
Trúvörnin og trúardeildurnar leiða til þess, að orðskviðum
Jesú eða spakmælum er safnað saman, en heimsslitavonirnar
halda spádómsorðum hans á lofti. Kraftaverkasögurnar styðja
trúvörnina; þær eru sannanir fyrir því, að Jesús liafi verið
hinn fyrirheitni Messías. Þannig var undirhúningur liafinn
undir það, að guðspjall yrði til. En að sinni var það fjarri
Palestínusöfnuðinum að semja guðspjallsrit, þar sem hann hugði
heimsslit í nánd. Fyrsta guðspjallið, Mark., verður til í grisk-
menntuðum söfnuði. Að því liggja tvennar rætur. Hellenskir
söfnuðir finna meiri og meiri nauðsyn á þvi að geta skírkot-