Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 106
ERFIKENNINGIN
Uppsprettan.
Aramaiska var móðurmál Jesú, lærisveina lians og yfir-
leitt alþýðunnar á Gyðingalandi um hans daga. Að sönnu var
hún ekki eina tungan, sem töluð var i landinu. Rómverska
setuliðið þar talaði að sjálfsögðu latínu, gríska var mál
stjórnarvaldanna, embættismannanna og mikils hluta verzl-
unarstéttarinnar, og hehreska rabhíaskólanna var lunga
lærðra Gyðinga. Um latínukunnáttu hefir vísast alls ekki
verið að ræða lijá Jesú. Grísku liefir liann sennilega getað
talað, enda var grisk menning úthreiddust í Galileu á Gyð-
ingalandi, og mætti ætla, að hann hafi svarað á því máli við
réttarhaldið frammi fyrir Pilatusi, og jafnvel mælt á gríska
tungu við kanversku konuna, sem Mark. telur liafa verið
gríska (Mark. 7, 24—30). Hebresku hefir liann vafalaust
kunnað, fyrst og fremst þá liehresku, sem hækur Gamla testa-
mentisins voru ritaðar á og liafði þá um hríð verið dautt mál,
og svo einnig skólahehreskuna, sem var af henni runnin.
Fyrir því eru sterlc rök. Tilvitnanir Jesú i Gamla testamentið
sýna víðtæka þekkingu lians og djúpan skilning á því. IJann
er nefndur meistari, rahhí, og það ekki aðeins af lærisvein-
um sínum (Mark. 4, 38; 9, 38 o. s. frv.) og alþýðunni (Mark.
9, 17), lieldur einnig af lærðu mönnunum sjálfum (Mark. 12,
32). Ilann prédikaði i samkunduhúsunum, en til þess munu
htt hafa valizt ólærðir menn. Sagan um liann tólf ára í must-
erinu mun hregða réltu Ijósi yfir mætur lians og rannsókn
á ritningunni þroskaár hans. Það gat vel samrýmzt uppeldi
lians við þröng kjör og smíðar. Vel má vera, að Jesús hafi
talað skólahebresku við lærða andstæðinga sína, og ein-
hverjar af deiluræðunum, sem varðveitzt hafa, hafi verið flutt-
ar á því máli. Það er enda líklegt af orðalaginu að dæma á
slíkum ræðum (sjá einkum Mark. 7, 6—13). En hvað senx
þvi liður, þá er óhætt að ganga út frá þvi, að kenning lians