Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 107
107
liafi yfirleitt veriö sett fram á aramaisku, eina málinu, sem
lærisveinar hans og alþýöan skildu. Enda eru á stöku stað
orð Jesú til alþýðumanna tilfærð á aramaisku (sbr. Mark.
5, 41; 7, 34). Það mál var honum tamast. Á því baðst hann
fyrir, hughreysti alþýðufólkið, er leitaði til lians í nauðum
sínum, flutti fagnaðarerindið um guðsríki og kenndi læri-
sveinum sínum.
Enn er það víst um húning orða Jesú, að þau voru oft í
ljóðrænu formi og' bragarháttur liinn sami sem i skáldritum
Gamla testamentisins. Þau voru í hendingum, þannig að
siðari ljóðlína tók upp hugsunina í fyrri ljóðlínunni i ein-
hverri mynd.
Stundum eru hendingarnar hliðstæðar, liin seinni endur-
tekur hugsunina í hinni fyrri með öðrum orðum:
Eigi er neitt leynt, nema til þess að það opinherist,
né heldur varð neitt hulið, nema til þess að það kæmi í ljós.
(Mark. 4, 22).
Elskið óvini yðar,
gjörið þeim gott, sem hata yður,
blessið þá, sem hölva vður,
og biðjið fyrir þeim, er sýna vður ójöfnuð.
(Lúk. 6, 27 n).
Annars staðar koma fram gagnstæðar liendingar. Það sem
sagt er jákvætt í annari hendingunni segir neikvætt í hinni,
eða megináherzla er á það lögð að sýna sem dýpstar
andstæður:
»
Hver, sem vill hjarga lífi sínu, mun týna því,
en hver, sem týnir lífi sinu ... mun bjarga þvi.
(Mark. 8, 35).
Ekki er til gott tré, sem ber skemdan ávöxt;
ekki heldur skemt tré, sem her góðan ávöxt.
(Lúk. 6, 43).
Enn eru víða samstæðar hendingar, þannig að síðari liend-
ingin er ekki beinlínis endurtekning á lmgsun fyrri liend-
ingarinnar, heldur framhald hennar:
Eg er kominn tii að varpa eldi á jörðina,
og liversu vildi eg, að hann væri þegar kveiktur.
(Lúk. 12, 49).