Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 109
109
Víða eru einnig kaflar í óbnndnu máli settir þannig fram,
að þeir mynda andstæður eða hliðstæður ekki síður en hend-
ingar i bundnu máli. Er það jafnvel af ýmsum talið eitthvert
skýrasta einkennið á forminu, sem hoðskapur Jesú hirtist í.
Til dæmis má nefna niðurlag Fjallræðunnar:
I.
Hver sem þvi liej'rir þessi orð mín og breytir eftir þeim, hon-
um má líkja við hygginn mann, er bygði hús sitt á bjargi;
og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar
blésu, og skullu á því liúsi — en það féll ekki, því að það
var grundvallað á bjargi.
II.
Og hverjum, sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir
þeim, lionum má líkja við heimskan mann, sem bygði hús
sitt á sandi, og' steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu
og stormar blésu, og buldu á því liúsi — og það féll, og fall
Þess var mikiS' . (Matt. 7, 2-4-27).
Engar getur þarf að því að leiða, að þessi búningur á orð-
um Jesú hefir mjög stutt að því, að þau hafa varðveitzt vel
í minni manna. Þau voru bundin hvert öðru föstum lögum
og engu þeirra mátti hagga, svo að ekki lapaðist eitthvað
af undursamlegum krafti þeirra. Samkvæmt þessum lögum
má enn dæma um það, hvar orðin slanda í upphaflegastri
mgnd, þar sem í milli ber um framsetningu þeirra.1) Þegar
þrótturinn og andagiftin í ræðum Jesú hófst svo, að orðin
stregmdu af vörum hans í bundnu máli, þá htutu þau að
gregpast þannig í hugum áhegrendanna.
Hið sama hefir einnig átt sér stað, er liann mælti i orðs-
kviðum, líkingum og dæmisögum, og valdi hö.nn orðum sin-
um harla oft þann búning. Hann sagði margar fjölbreyttar
dæmisögur, stuttar og langar, allskonar áhcvrendum, fræði-
mönnum og lögvitringum, lærisveinum sínum og hinum mikla
mannfjölda. Þær voru svo fullkomin listaverk, meginhugs-
anirnar bak við svo hreinar og tærar og orðalag meitlað, að
þær hlutu að geymast í minni. Þar var ekkert orð of eða van,
heldur allt sagt með þeim hætti, að ekki var unnt að endur-
1) Þessu lýsir C. F. Burney vel og fagurlega í ritgerð sinni, Tlie Poetry
of our Lord, 1925.