Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 111
111
hann kæmi aftur bróðirinn mikli. Allur þessi flokkur hefir
vakað yfir því, að minningarnar um Jesú mættu varðveitast
hreinar og ómengaðar. Hjörtun hrunnu við tilliugsunina um
liann. Ivenning hans og líf stóð þeim liverja stund lifandi
fyrir liugarsjónum. Hann lifði í andanum áfram með þeim.
Það er þessi undursamlega reynsla, sem verið er að lýsa i
skilnaðarræðu Jesú í Jóhannesarguðspjalli: „Huggarinn, and-
inn heilagi, sem faðirinn mun senda yður í mínu nafni,
hann mun kenna yður alt og minna yður á alt, sem eg hefi
sagt yður“. Ekkerl gat verið betra né mikilsverðara fvrir
erfikenninguna en að fá að mótast i fyrstu af þessum mönn-
um og að tilhlutun þeirra.
En nokkur tálmi varð þegar á vegi hennar, svo að strauxn-
urinn mátti ekki falla frjáls í heina stefnu. Hann varð að
beygja yfir í heim hellenskrar menningar. í Jerúsalem var
um þessar mundir mikið af grískmenntuðum Gyðingum, sem
töluðu grísku (Post. 6, 1 nn), og Grikkir voru þar ekki heldur
ótíðir geslir (Jóh. 12). Þessum grískumælandi mönnum þurfti
einnig að hoða fagnaðarerindið um Ivrist á þeirra eigin tungu.
Og því meir scm kristnihoð efldist utan Gyðingalands, því
fleiri heiðingjar sem tóku kristna trú, því brýnni þörf varð
á, að erfikenningin skipti um búning og yrði flutt á grísku.
Enda risu skjótt kristnar trúhoðsstöðvar í grískum horgum
og kristnin varð rólfest í hellenskum jarðvegi engu síður en
gyðinglegum. Þessi nýi búningur, sem erfikenningin hjóst,
var ekki gullaldar grískan forna, heldur gríska talmálið,
sem var sameiginleg tunga í löndum hins grískmenntaða
heims. Var það nefnt „koine“, sem þýðir hin sameiginlega
(tunga). Á þessn máli eru guðspjöllin og bera þess ljóst vitni,
að erfikenningin hefir áður mólazt á því um hrið. Hvernig
þessi búningaskipti af aramaisku á grísku hafa tekizt, er ekki
auðið að fullyrða, þar sem aramaiskuna vantar til saman-
hurðar. En allar líkur eru til þess, að þau hafi tekizt vel.
Þýðingin virðist munu hafa verið nákvæm og rétt og orðin
nokkuð þrædd, en þó ekki svo, að liún sé stirfin. Enda hafa
þýðendurnir verið vel að sér hæði í aramaisku og grísku. Auk
þess hafa svo fjöhnargir þýðendur aðrir verið að verki, sem
ókunnugt er um með öllu, hvernig þýtt hafa. IJver sá maður,
sem kynnzt hafði erfikenningunni á aramaisku og vildi hoða
öðrum hana á griska tungu, hlaut með einhverjum Iiætti að ger-
ast þýðandi, svo að það hefir ekki síður átt við um munnlegu
erfikenninguna en rituð orð Krists á aramaisku, að „hver lagði