Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 112
112
þau út eftir því sem liann var til þess fær.“ Framan af mun
eingöngu um munnlega þýðingu að ræða, og óvíst er, livort
nokkur þáttur erfikenningarinnar hefir verið skráður á ara-
maisku áður en liann var þýddur fyrsta sinn munnlega á
grísku. Hægt og hægt hefir síðan tekið að færast nokkur fesla
og samhljóðan yfir þýðinguna í hverjum söfnuði, en rík verð-
ur liún ekki — og gat ekki orðið — fyrr en hún varð færð i
letur. Þá kemst á mjög mikið samræmi, að minsta kosti í
nokkrum höfuðhorgum kristninnar hverri um sig, eins og
Samstofna guðspjöllin henda ótvírætt til. Sú kvísl erfikenn-
ingarinnar, sem fellur um grískmenntaða heiminn, er fvrr
en varir orðin að meginstraumi hennar, og grískan komin í
stað aramaiskunnar.
Píslarsag’an.
Munnlega erfikenningin um Ivrist var flutt við guðsþjón-
uslur kristinna manna, trúhoð og kennslu í kristnum fræð-
um. Hún var hið mikla lífsins vatn, sem þeir drukku af, er
þyrslir voru, og það varð í þeim að lind, er spratt upp til
eilífs iífs, eins og komizt er að orði i Jóhannesarguðspjalli.
Ræðurnar í Postulasögunni og bréf Nýja testam. sýna, á
hvern þátl liennar mest áherzla var lögð. Raunar eru ræð-
urnar aðeins stuttur útdráttur, en þær varpa skýru ljósi yfir
stefmma í prédikununum fyrstu ár eða áratugi kristninnar.
Ræða Péturs á hvítasunnudag laut öll að þvi, að leiða áheyr-
endunum fyrir sjónir, að Jesús, krossfestur, dáinn, grafinn
og upprisinn væri hinn fyrirlieitni Messías. „Þennan Jesúm
uppvakti Guð, og erum vér allir vollar þess . . . Með óhrigðan-
legri vissu viti þá alt ísraels liús, að Guð liefir gjört hann
hæði að drotni og Krisli, þennan Jesúm, sem þér krossfestuð“
(sbr. Post. 2, 29—36). Á sama hátt er boðskapur Páls bæði
fyrst og síðast um Krist krossfestan og upprisinn(shr. einkum
1. Kor. 15, 3 n). Dauði Krists á krossi, Gyðingum hneyksli og
Grikkjum heimska, birti dýpstu hjálparráð Guðs. Hanu varp-
aði nýrri hirtu yfir allt líf lians eins og fegurst og tilkomu-
mest sólarlag. Hann var fórnardauði, fullkonmun þess, er
hann hafði strítt fyrir, og birti skýrast af öllu veru Guðs og
vilja. Og' nýr dagur reis að morgni. Guðshetjan vann sigur
yfir synd og dauða. Jesús var upprisinn. Allt lifið var að
verða upprisuhátíð. Skuggar dauðans voru viknir frá jörð-