Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 113
113
inni. Jesús „liafði frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann
voru undir þrælkun seldir alla sína æfi“. Himinn og jörð,
haf og fjöli, dagur og nólt boðuðu í upprisuljómanum sann-
leikann um Guð föður og þann, sem hann sendi, Jesú Krist.
Þessu fagnaðarerindi krossins þurfti um fram allt að lialda
á lofti, og það gerðu kristnir menn með því að lifa upp í
anda atburðina, er þeir brutu brauðið í sameiningu til minn-
ingar um dauða drottins. Jafnframt bafa þeir flutt öðrum
þennan boðskap með því að segja þeim píslarsögu Jesú
frá því er hann innsetur kvöldmáltíðina og þar til er kon-
urnar koma að opnu gröfinni og þeim er flutt kveðjan: Hann
er upprisinn og er ekki bér. Hún befir eðlilega orðið sam-
felldari en aðrar frásögur um Jesú, þar sem bún gerðist á
svo skömmum tima og var eins og bátindur lífs lians. Hún
er senniiega fyrsta langa og samfellda sagan, sem sögð befir
verið um Jesú, og kemur sambengið skýrt fram í öllum guð-
spjöllunum. Hún var í heild sinni máttug trúvorn og sönn-
un þess, að Jesús kvalinn og deyddur á krossi væri binn fyrir-
beitni l'relsari og Messías. Hún veitti svar við spurningunni,
bvernig á því gal staðið, að þjóðin, sem Jesús bafði blessað
með táknum og kraftaverkum, skvldi negla liann á kross.
Til þess að sýna það, nægði ekki aðeins að segja einstaka
þætti hennar, heldur þurfti að segja bana alla. Því ókunn-
ugri sem áheyrendurnir voru þessum atburðum, því nánar
þurfti að skýra þeim frá þeim. Stundum hafa ekki verið
sagðar nema einstakar sögur, t. d. um Jesú í Getsemane, af-
neitun Péturs, Jesú fvrir ráðinu, Jesú fyrir Pilatusi, kross-
festinguna og um það, er Jesús birtist vissum mönnum upp-
risinn,1) en oftar munu þó fleiri sögur bafa verið fléttaðar
saman og iðulega sögð sagan í beild sinni. Sjónarvottar iiafa
sagt frá uppliaflega og þá þeir, sem vissu gerst af kristnum
mönnum um atburðina, og frásagan fengið svip af því. Hún
liefir einnig verið endurtekin svo oft, að festa hefir komizt
fljótt á orðalagið. Þannig liafa söfnuðir kristninnar eignast
1) Þessu mótmæltu þeir raunar báðir Dil)elíus og K. I.. Sehmidt og halda
þvi fram, að píslarsagan hafi æfinlega verið sögð í heiíu lagi, eða lesin
þannig (lectio continua), þvi að hver einstakur þáttur hennar hafi ekki haft
sjálfstætt gildi fvrir trúna, heldur aðeins hún öll í heilu iagi. Hún slcýri
það fj’rst í heild sinni, hversvegna Jesús hafi orðið að láta iíf sitt á krossi
og hvernig hann þrátt fyrir það hafi verið hinn fvrirheitni Messías þjóðar
sinnar. En hér er þess að gæta, að jafnskjótt sem menn höfðu komið auga
á hjálpræðisgildi dauða Krisís, þá boðaði hver þáttur píslarsögunnar þeim
þetta hjálpræði.
15