Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 114
114
píslarsöguna í svipuðu formi, en mismunurinn þó heldur
farið vaxandi við það, að sumir söfnuðirnir liafa bætt við
hana frásögnum um einstaka atburði, sem þeim liefir þótt
mikils um vert, líkl og píslarsaga Mark. er síðar aukin i Matt.
Upprisufrásögurnar liafa verið sagðar af þeim, er sáu drott-
in upprisinn, og sagan um tómu gröfina á rót sína að rekja
til kvennanna, er komu að henni hinn fyrsta dag vikunnar,
virðist hún liafa staðið í nánu samhandi við frásögnina um
krossdauða Krists og greftrun lians. Um aðrar upprisufrá-
sögur, sem við hana hafa verið tengdar, er erfiðara að dæma.
Því að óvíst er um sambandið milli þeirra innbyrðis og liefir
það engan veginn verið jafn náið og milli einstakra þátta
píslarsögunnar livers við annan. Hver upprisufrásögn ein
um sig nægði að skoðun frumkristninnar til þess að sýna
volduga staðreynd upprisunnar. Söfnuðir i Galíleu, Júdeu
og ef til vill viðar áttu sínar upprisusögur, og' skýrist við það
ósamræmið í milli þeirra. Fjöldi manna liafði séð Jesú uppris-
inn og bar fagnandi vitni um það. I því var fólgin hin mikla
sönnun fyrir upprisu hans, eins og Páll postuli segir í 1. Kor 15.
Sigurför kristninnar um heiminn var einnig talin sönnun um
upprisu hans og að hann væri með lærisveinum sínum alla
daga allt til enda veraldarinnar.
Þannig liafði píslarsagan, eða nánar til orða tekið sagan
um kvöl Jesú, dauða og upprisu, sína sérstöðu í munnlegu
erfikenningunni fyrir sitt léyti eins og hún liefir i guðspjöll-
unum.
Hvenær fyrst hefir verið tekið að færa píslarsöguna í letur,
er ekki auðið að segja. En injög snemma mun farið að segja
frá henni í heilu lagi, eins og Dihelius og K. L. Schmidt halda
fram, og líður þannig að því, að hún verði rituð. Hvötin til
þess var jafnskjótt vakin sem fylgjendur Krists sáu, „að
Kristur dó vegna vorra svnda samkvæmt ritningunum, og
hann var grafinn, og að hann var upprisinn á þriðja degi
samkvæmt ritningunum", eins og Páll postuli komst að orði
í Kor. Píslarsagan skyldi vera hin mikla hjálpræðisprédikun.
sem sannfærði menn um það, að Kristur átti að líða þetta og
ganga inn í dýrð sína. Það hefir ekki uerið ósvipað um hana
og frásagnirnar siðar um æfilok píslarvottanna, Acta mar-
tyrorum.1) Þær eru samdar fljótt eftir dauða þeirra og hafð-
1) Sbr. Iv. L. Schmidt: I)ie Stellung der Evangelien in der allgemeinen
Literaturgeschichte. EYXAPIZTHPION II. 1923.