Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 115
ar svo ítarlegar sem kostur er. Orð þeirra frammi fyrir vald-
höfunum eru tilfærð og í kvölunum og dauðanum, og atburð-
irnir raktir nákvæmlega hver af öðrum. Um suma píslarvott-
ana er ekkert sagt annað en þetta, en um aðra eru einnig fá-
einar fleiri upplýsingar felldar framan við. Hefir því þá verið
bætt þar við síðar, sem hæg't var að fá að vita um fyrri æfi
þeirra. Á líkan hdtt mun hafa verið bijrjað á því að rita um
æfilok Jesii, og svo hægt og hægt aukizt við það, sem menn
vissu um lif hans og starf. Markúsarguðspjall ber þess enn
Ijóst vitni. Tveir fimmtu hlutar þess eru um það, er gerðist
síðustu dágana í Jerúsalem, en allt efni þess áður er að vissu
leyti ekki annað en aðdragandi að þeim viðburðum. Það má
rekja, livað gerist á liverjum degi, frá þvi er Jesús kemur til
Jerúsalem frá Jeríkó á pálmasunnudag og þangað til kon-
urnar fara út að gröf hans mjög árla binn fyrsta dag vikunn-
ar. Og frá miðaftni á fimmtudag til föstudagskvölds er unnt
að fvlgjast nákvæmlega með atburðunum eykt eftir eykt.
Skilningur á þessu er eilt af grundvallaratriðunum í rann-
sókn myndunarsögunnar.
Af þessum samanburði við Acta martgrorum hafa visinda-
menn álgktað, að ekki líði meira en áratugur frá því er at-
burðirnir gerast og þangað til píslarsagan er færð í l'etur.
Sú ályktun kemur einnig áigætlega heim við hvorttveggja:
Nauðsynina fyrir trúboðið og dóma skarpskygnustu sggn-
fræðinga um sögugildi píslarsögunnar.
Eduard Meyer, þýzki sagnfræðingurinn frægi, segir t. d. í
bók sinni „Ursprung und Anfánge des Christentums“, að
frásögnin um síðustu máltíðina sé eitt hið elzta og áreiðan-
legasta í guðspj., Pétur sé heimildarmaður að sögunni um
sálarstríð Jesú og handtöku í Getsemane og enginn minnsti
vafi leiki á því, að Jesús hafi svarað spurningu æðsta prests-
ins með játningunni, að hann væri Messías; ennfremur telur
liann aðdragandann að píslum Ivrists svo vel og rétt sagðan,
að hann liljóti að heyra til beztu og tryggustu erfikenning-
unni. Þá er einnig bersýnilega góð heimildin fyrir því, að
Jesús hafi gengið þögull til yfirheyrslunnar og út í kvöl sína,
stórum betri en hinar yngri og apokrýfu, sem tilfæra heil-
ar ræður eftir Jesú.1)
1) í þessu sambandi má nefna tilgátu Bussmanns í Synoptische Studien
III, 180—191, að orð Páls í 1. Kor. 15, 3 n „samkvæmt ritningunum" eigi
ekki við staði í Gamla testam. lieidur við píslarsögu Krists, sem hafi þá
verið til í söfnuðinum, og sc cf til vill cin af drögunum til sögu hans, sem