Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 116
116
önnur æfiatriði Jesú.
Píslarsögu Jesú hlutu að fylgja ýms æfialriði hans áður. Þótt
þau væru kunn mörgum Gyðingum, þá var ekki svo um heiðna
menn. Slikir órofaþættir tengdu píslarsöguna við þau, að
hún varð ekki skilin nema því aðeins, að þau væru rakin að
einhverju leyti. Eins og menn síðar létu sér ekki nægja frá-
sagnirnar einar um æfilok píslarvottanna, ef annars var við
kostur, þannig vildu menn einnig varpa ljósi yfir fyrri æfi-
atriði Jesú eftir því sem brýn þörf lcrafði.
Lá þá beint við að byrja frásögnina á því, er Jesús hóf al-
mannastarf sitt. Jóhannes skírari hlaut þá að koma fram við
lilið honum og prédikunar hans um koniu guðsríkis að verða
getið og skirnarstarfs lians. Hann var fyrirrénnarinn, sem
Guð hafði sent til þess að greiða .Tesú veg og vígja hann með
skírninni til þess að flytja þjóð sinni og öllum lieiminum
guðsríki. Eftir það ferðaðist Jesús um, kenndi og læknaði.
Engin áherzla var lögð á það, að rekja ferðir hans. Lýsingin
á þeim er aðeins gefin i stórum dráttum. Hann byrjaði starf
sitt í Galíleu og þar var lengi þungamiðja þess. Seinna fór
hann til liöfuðborgarinnar, Jerúsalem, og lét þar lífið, um
páskana.
Þetta er ytri sögulega umgerðin um starf Jesú, en við sum
einstök atriði er þó dvalið. Þannig er lýst tveimur atburðum,
er Jesús gengur inn til starfa sinna og hann mun sjálfur hafa
skýrt frá á líkingamáli, köllun hans við skírnina og trúar-
sigri lians i freistingunni á eyðimörkinni. I.engra liefir vís-
ast ekki verið farið almennt aftur i tímann upphaflega í
munnlegu erfikenningunni — til bernskusagna og æskusagna,
þar sem elzta guðspjallið, Markúsarguðspjall, lætur þeirra
ógetið. Skýrri mynd er hrugðið á loft af andstæðingum Jesú
annars vegar og vinum hins vegar. Fræðimenn og Farísear
standa gegn honum. Þeir taka skjótt að deila á hann og ráða
hann loks af dögum með atbeina höfðingja Saddúkeanna við
musterið. Alþýðufvlgi Jesú er mikið um skeið, en revnist
valt. Hann hefir lærisveinaflokk með sér. Tólf þeirra sendir
getur í formála I.úk. (1, 1). Þvi að venja Páls hafi verið sú að nefna Gamla
testam. ritningu, i eintölu, eltki ritningar. Þcssi tilgáta hefir Jiegar vakið
talsverða atlivgli meðal guðfræðinga. En gildi hennar rýrist slórum við ]iað,
að Lúkas, lærisveinn Páls, notar fleirtöluna „ritningar“ um Gamla testam.
(Lúk. 24, 27, 32) ; er sizt að fortaka, að Páll liafi einnig gert það, ]>ótt ])ess
sjáist ekki vottur í öðrum bréfum lians.