Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 118
118
menntaþekkingu til að bera, né lét sig varða mjög sagnarit-
un. Hún gerði ekki ráð fvrir þvi, að öld af öld myndi enn
renna yfir þessa jörð. Hún lifði með augun fest á himnum
og vænti innan skamms komu Messiasar í skýjum og nýs him-
ins og nýrrar jarðar.
Orð Jesú færð í letur.
Orð Jesú voru kristnum mönnum þegar andi og líf. Þólt
himinn og jörð liðu undir lok, þá mvndu þau vara. Þau voru
hin æðstu boð, er þeir skyldu brevta eftir. Þau sýndu, livert
fullkomnunarmarkið var, cr þeir skyldu beina æfinni að. Þau
voru kristnum Gvðingum jafnvel miklu meira virði en lieilög
ril Gamla sáttmálans. Þau voru uppfylling bæði lögmálsins og
spámannanna. Þau voru Guðs orð. Þessvegna þurfti að varð-
veita þau eins og spámælin forðum, en um kringumstæðurn-
ar, er þau voru sögð, persónurnar, sem þau voru töluð til,
varðaði litlu eða engu. Það var allt mannlegt og bvarf fyrir
hinu guðlega. „Jesús sagði“ það eða það, og þá þurfti ekki
framar vitnanna við. Það var aðalatriðið. Það eitt var rétt.
Hann hafði úrskurðarvaldið. I öllum kringumstæðum lífsins
var leitað vegsagnar orða bans. Á heimilunum t. d. hefir oft
verið hugsað til ummæla lians um börnin, að slikra væri guðs-
ríkið og um leið hefir komið í liugann frásagan um það, er
.Tesús l)lessaði börnin; eða minnzt hefir verið orða lians um
bjónabandið, er liann mælti við Faríseana gegn bjónaskilnaði.
Ýms vandamál bafa rifjað upp fyrir mönnum afstöðu Jesú
til þeirra, eins og lil sabbatshaldsins, skattgreiðslunnar, til
keisarans o. fl. Guðsdýrkuninni bafa einnig fylgt vandaspurn-
ingar. Hverir máttu taka þátt í brotningu brauðsins? Heið-
ingjar, menn með óhreinar hendur, tollheimtumenn, syndar-
ar? Jesús átti svar við þeim öllum. Þegar trúboðarnir urðu
fvrir vonbrigðum, bafa þeir hugsað til dæmisagna Jesú, eins
og um sáðmanninn, sæðið, sem grær og vex i kvrrþey, must-
arðskornið og súrdeigið. Slíkt var umræðuefnið jafnt á safn-
aðarsamkomunum og þar sem vinur talaði við vin á veginum,
eða í kyrrð svefnliússins. Þörfin kallaði, lífið sjálft knúði á, að
orð Jesú stigju upp úr djúpum liugans. En brýnust nauðsyn
var þó við kennsluna i kristnum fræðum og trúboðið, að orð-
um Jesú væri á lofti haldið. Það var einn meginþáttur livors-
tveggja.