Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 120
120
Jesús segir: Eg kom í heiminn og birtist þeim í holdi, og
fann alla drukkna, og engan fann eg þyrstan meðal þeirra,
Og sál mín líður kvöl vegna sona mannanna, þvi að þeir eru
hlindir á lijarla (og vita ekki um) fátækt (sína).
Jesús segir: Þar sem (tveir eða þrír) eru (saman, þar eru
þeir ekki) án Guðs, og (þar sem einhver) er einn, (þar) er
eg hjá honum. Reistu steininn, og þú munt finna mig þar,
kljúfðu viðinn, og eg er þar.
Jesús segir: Ekki er spámaður vel látinn í föðurlandi sínu,
né heldur læknar læknir þá, sem þekkja hann.
Jesús segir: Rorg, sem reist er á háum fjallstindi og viggirt,
getur livorki hrunið né dulizt.
Jesús segir: Þú lieyrir . . .“
Lengra ná orðin ekki, því að eyðzt hefir af blaðinu. Sömu
vísindamenn fundu á sama stað árið 1904 annað safn af
orðum Jesú, 5 málsgreinar með stultum inngangi.
Auk þeirra raka, sem Dibelius ber fram fjæir því, að þess-
háttar söfn liafi verið orðin til alllöngu á undan guðspjöll-
unum,1) renna fleiri stoðir undir þá skoðun. I Markúsar-
guðspjalli eru auðsjáanlega slik söfn hér og þar, og er miklu
líklegra, að guðspjallamaðurinn liafi fellt þau inn í guð-
spjallið, heldur en myndað þau sjálfur.2) Þau standa ekki í
nánu sambandi við annað efni guðspjallsins, né eru bundin
við ákveðinn stað eða stundir. Þau hyrja venjulega á orðun-
um: „Og hann sagði“. En viss orð eru höfð að tengiliðum
milli einstakra ummæla í safninu. Til dæmis má nefna kafl-
ana Mark. 4, 21—32; 8, 3T-9, 1 og 9, 41—50.
Spakmælin í 4, 21—23 bvrja á orðunum: „Og liann sagði
við þá“, enda þótt þau taki við af ræðu Jesú og ekki geti
neinn annar komið til greina en liann. I upphafi virðist ekk-
ert samband hafa verið i milli þeirra, en þeim er raðað sam-
an af þvi, að þau eru um það, sem hulið er og verður opin-
hert. Næstu versin, 24. og 25., eru tvenn spakmæli Jesú, sem
standa í nánu sambandi hvort við annað, en engu við þau á
undan. Síðast koma tvær skvldar líkingar i 26.-32. v, en
þær standa einar sér án nokkurs samhengis við hin spak-
mælin. Þannig virðist nokkur efnisskyldleiki valda innhyrðis
flokkun versanna 21—23, 24—25 og 26—32, en tilviljun ráða
samsteypu þeirra.
1) Sbr. bls. 97—98.
2) Sjá bls. 175—176.