Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 121
121
Upphafið á versunum 8, 34—9, 1 sýnir það, að þau eru
ekki sögð við lærisveinana norður hjá Sesareu Filippí: „Og
hann kallaði til sin mannfjöldann, ásamt lærisveinum sínum,
og sagði við þá“. Því að við samtalið þar er ekki um neinn
mannfjölda að ræða, heldur aðeins Jesú og lærisveina lians.
Áminningarnar og spakmælin í þessu orðasafni eru sjálf-
stæð hver um sig, en þeim raðað saman af djúpum skilningi
á því, að þau hirti öll eilt og sama lögmál lífsins.
I kaflanum 9, 41—50 eru allmörg sjálfstæð spakmæli Jesú,
sem felld eru saman og við efnið á undan með sérstökum
tengiorðum. Samskeytin eru við 9, 37: „Hver sem tekur á
móti einu slílm barni i mínu nafni, hann tekur á móti mér
...“ Næstu versin 38—41 eru að vísu tengd við orðin „í mínu
nafni“, en 42. við „einu slíku barni“. „Einn af þessum smæl-
ingjum“ tekur upp aftur þessa hugsun, alveg eins og í hlið-
stæðunni Matt. 18, 5 n. Síðan eru tengiorðin þegar auðsæ:
„Smælingjar“, „hneyksla“, „eldur“, „salt“. Hver setning um sig
mun eflaust upphafleg eins og Jesús sagði liana, en safnand-
inn hefir raðað þeim saman eins og bezt hann gat i eina
heild, látið þær grípa hverja inn í aðra eins og hlekki i festi.
Samskonar söfn má einnig finna í liinum Samstofna
guðspjöllunum, viðar en í hliðstæðum Mark., hæði spakmæla,
hoða og dæmisagna. Eru R og dæmisagnaflokkur Lúk. mest
og frægust. Einnig þar eru málsgreinar stundum skeyttar
saman með einstökum tengiorðum. Eða efnisþráður heldur
þeim hverri við aðra eins og perlum á festi, ýmist leyndur
eða ljós (sbr. t. d. Lúk. 16, 16—18 og Matt. 5, 21—47).
Þetta sýnir, að rnenn liafa á þeim tímum þekkt aðferðir
til þess að festa í minni, og að kennendur frumkristninnar
hafa lagt hið mesta kapp á það, að safnaðarfólkið mvndi
orð Jesú. Hefir þeim orðið mjög mikið ágengt, því að minni
manna var þá trúrra en nú. Það var jafnvel oft hjá lærisvein-
unum sjálfum miklu betra og traustara en skilningurinn á
orðum Jesú. Þessvegna má öruggt reiða sig á það, að orð Jesú
muni hafa varðveitzt liið bezta bæði að efni og formi, enda
þótt sum þeirra hafi mótazt eitthvað til í meðförunum, eins
og samanburður guðspjallanna sýnir, og skilningur frum-
kristninnar sett sinn blæ á þau. Kjarni þeirra mun vfirleitt
óhaggaður.
Um dæmisögur Jesú sérstaklega má þess geta, að enn auð-
veldara var að muna þær og færa í letur fjTÍr það, að Jesús
valdi þeim þann húning, sem álirifamestur hafði revnzt á
16